Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 23
sem að mestu hafi verið byggt úr torfi, en svo rúmgott, að þar gátu búið fjórar fjölskyldur. Það er þetta hús, sem Björn Jónsson talar um í dag- bók sinni, en hann segir, að 3. maí 1868 hafi Ólafur danski, sem var verzlunarmaður hjá Gud- mann, haldið kómedíu hjá Mad. Vilhelmine. Sóttu þangað margir, svo að húsfyllir varð. Örskammt fram undan Mínubænum var lítið, snoturt hús, hvítmálað, sem Einar Hallgrímsson, sonur Hallgríms gullsmiðs, er áður getur, bjó í, en Einar þessi giftist einmitt margnefndri fóstru og nöfnu Vilhelmínu. Var giftingarathöfnin í Akureyrarkirkju 18. sept. 1873 og hann þá verzl- unarþjónn 27 ára, en hún 26, bæði gift fyrsta sinn. Svaramenn þeirra voru verzlunarfulltrúarnir J. E. Jensen og Bernhard August Steincke. Vann hinn síðarnefndi sér fjölmargt til ágætis á Akur- eyri. Hefur gömlu Vilhelmínu sjálfsagt verið mik- il stoð að nábýlinu við nöfnu sína og tengdason síðustu æviárin, því að hún gerðist að lokum blind og karlæg. Furðulega seiglaðist hún þó, því að fardagaárið 1870-’71 galt hún enn í bæj- argjöld einn ríkisdal og 32 skildinga. Annars naut hún stundum einhvers konar fyrirgreiðslu af hálfu bæjarins. Meðal barna fóstru hennar var Hall- grimur Einarsson myndasmiður. Vilhelmína andaðist árið 1879, og bar dánar- daginn upp á 19. júní, þann dag, er konur á íslandi fengu löngu síðar kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Pétur Guðmundsson segir i Annál 19. aldar, að hún hafi verið gáfuð kona, starfssöm og veglynd, og um hana er skrifað í Norðanfara 4. júlí: „19. f.m. andaðist hér í bæn- um madama Vilhelmine borin Lever, á áttunda ári yfir sjötugt: hún hafði lengi verið blind og veik og legið árum saman í rúminu. Konaþessi var einkar vel gáfuð og í mörgu tilliti fágæt afbragðs- kona, og allt til þess, að hún varð blind og lagðist í rúmið, framkvæmdar- og starfsöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörðamóðir margra fátækra og munaðarlausra, að svo miklu leyti sem efni hennar framast leyfðu“. Hitt blaðið, sem út kom þá á Akureyri, Norð- lingur, segir svo: „Nýdáin er hér í bænum mad- ama Vilhelmina Lever: hún var einhver hin framkvæmdarsamasta og duglegasta kona sinn- ar tíðar og hafði gott hjarta." HEIÐURS- BORGARI SIGLUFJARÐAR- KAUPSTAÐAR Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur kjörið Ólaf Þ. Þorsteinsson, yfirlækni á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, heiðurs- borgara kaupstaðarins. Var þetta samþykkt með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa á bæjarstjórnar- fundi hinn 29. október s. 1. Ólafur varð sjötugur i ágúst- mánuði s.l. og lætur nú af starfi, eftir að hafa verið yfirlæknir við sjúkra- húsið frá 1. janúar 1942 eða í hartnær 35 ár. Ólafur mun áfram starfa að almennum lækningum á Siglufirði. Auk læknisstarfa hefur Ólafur einkum látið til sin taka byggingar- mál nýja sjúkrahússins og var m.a. formaður byggingarnefndar þess. Eiginkona Ólafs er Kristine Þor- steinsson frá Alversund í Noregi, og hefur hún tekið virkan þátt í félags- málum á Siglufirði með heilladrjúg- um hætti. Ólafur er þriðji heiðursborgari Siglufjarðarkaupstaðar. Fyrsti heiðursborgari kaupstaðarins var séra Bjarni Þorsteinsson, sóknarprestur og tónskáld og annar í röðinni Sigurður Kristjánsson, sparisjóðsstjóri og bæjarfulltrúi. Ólafur Þ. Þorsteinsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.