Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 29
settir hefðu verið á síðari árum eða unnið væri að. Margir bygg- ingarfulltrúarnir gerðust áskrif- endur að þeim stöðlum, sem Iðn- þróunarstofnunin gefur út, og höfðu hug á að fá tækifæri til að fylgjast betur með þvl starfi, sem unnið er að á þessu sviði. Dr. Óttar P. Halldórsson, pró- fessor, gerði grein fyrir nýjum staðli, sem settur hefur verið um jarðskjálfta, álag og hönnunar- reglur með tilliti til jarðskjálfta- hættu. Dr. Óttar taldi rétt að setja lágmarksákvæði um járnabindingu í steinsteypu á jarðskjálftasvæðum, sem væru strangari en annars stað- ar á landinu. Sýnd var á íslands- korti skipting landsins í þrjú jarð- skjálftasvæði eftir jarðskjálfa- hættu. Mikið var rætt um þetta efni á ráðstefnunni, eins og raunar flest umræðuefni ráðstefnunnar. Aukið samstarf byggingarfulitrúa Á ráðstefnunni kom fram mikill áhugi á nánara samstarfi bygging- arfulltrúa heldur en verið hefði. í hádegisverði síðari daginn var rætt um aukin félagsleg tengsl þeirra í milli. Ákveðið var að koma á formlegu samstarfi með þeim hætti, að byggingarfulltrúar innan hvers kjördæmis hefðu sam- tök sín á meðal, en sameiginleg mál yrðu tekin upp þegar tækifæri gæfist til á ráðstefnu sem þessari. Á ráðstefnunni reyndust vera 11 byggingarfulltrúar af höfuðborgar- svæðinu, 7 frá Vesturlandi, 5 frá Vestfjörðum, 5 frá Norðurlandi vestra, 6 frá Norðurlandi eystra, 4 frá Austurlandi og 7 frá Suður- landi. Samþykkt var að biðja tiltekna byggingarfulltrúa að hafa for- göngu um nánara samstarf bygg- ingarfulltrúanna í einstökum landshlutum. Þessir urðu fyrir val- inu: Jóhann Guðjónsson, byggingarfulltrúi á Sauðárkróki og Helgi Bjarnason, verk- fræðingur Selfosshrepps, ræða við Magnús Inga Ingvarsson, deildarstjóra og Harald V. Haraldsson, forstöðumann Tæknideildar Húsnæðismálastofnunar ríkisins í skoðunarferðinni þangað. í Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, talið frá vinstri, Valtýr Snæbjörnsson í Vestmannaeyjum, Lýður Bogason og Jón Geir Ágústsson Akureyri, Gunnar Sigurðsson og Gunngeir Pétursson, Reykjavík, Guttormur Sigurbjörnsson og Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræðingur hjá Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, sem sýnir gestunum sýnishorn af jarðefnum. i Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, fremst sitja Bjarni Óskarsson, bygg- ingarfulltrú Vesturlands og Erlingur Ólafsson í Neskaupstað, en standand! eru, talið frá vinstri: Bjarni Jensson, Isafirði, Haraldur Ásgeirsson, forstjóri stofn- unarinnar, Hólmfríður Jóhannesdóttir, ritari í stofnuninni, Kristján Alfonsson, Hellissandi, Ólafur J. Heigason á Patreksfirði, Haraldur V. Haraldsson í Hús- næðismálastofnun ríklsins, Jón E. Gunnarsson í Vík í Mýrdal, Hörður Kristlnsson í Stykkishólmi og Magnús Guðmannsson í Njarðvíkurkaupstað. 275 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.