Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 30
276 Ásgeir Valdimarsson á Seltjarn- arnesi, Bjarni Óskarsson, Borgarnesi, Bjarni Jensson, ísafirði, Hreinn Kristjánsson, Hvamms- tanga, Davíð Arnljótsson, Dalvík, Grétar Jónsson, Stöðvarfirði, og Bjarni Pálsson, Selfossi. Byggingarfulltrúarnir samþykktu ályktun á fundi sinum, þar sem sambandinu var þökkuð forganga um ráðstefnuna og áherzla lögð á, að hliðstæð ráðstefna yrði haldin, áður en langt um liði. Þá var og talin ástaeða til að kynna bygging- arfulltrúum, frekar en þarna gafst tóm til, þau verkefni, sem þeim verða falin við mat og skráningu fasteigna. Fundur byggingarfulltrúanna, sem áður getur, gerði eftirfarandi ályktun: „Fundurinn þakkar Sambandi íslenzkra sveitarfélaga fyrir að hafa komið á þessari ráðstefnu og telur það ómetanlegt fyrir byggingarfulltrúa landsins að eiga þess kost að hittast og ræða um ýmsar nýjungar i starfi og önnur sameiginleg málefni. Beinir fundurinn þeim tilmælum til sambandsins, að slíkar ráðstefnur verði haldnar á tveggja ára fresti. Ennfremur þakkar fundurinn for- svarsmönnum þeirra ríkisstofnana, sem komið hafa fram á ráðstefnunni og veitt ýmsar mikilvægar upplýs- ingar. Fundurinn telur, að byggingarfull- trúar búi yfir þeirri reynslu um byggingarmál, að nota bæri þekkingu þeirra við gerð laga og reglugerða um húsbyggingar. Vill fundurinn því mælast til þess að i framtíðinni verði meira samráð haft við byggingarfulltrúa og samtök þeirra um gerð slíkra reglugerða en gert hefur verið til þessa. Má þá fyrst benda á reglugerð, sem ætlunin er að semja vegna nýsamþykktra laga um skráningu og mat fasteigna. Fundurinn beinir þeim tilmælum til Húsnæðismálastofnunar ríkisins, að endurskoðuð verði hið fyrsta ákvæði um byggingarstig húsa vegna lánveitinga á þann hátt, að þau valdi húsbyggjendum ekki fjárútlánum að nauðsynjalausu. Má þar benda á gildandi ákvæði um frágang á þaki og gluggum. Þá beinir fundurinn þeim til- mælum til stjórnvalda, að rann- sóknarstarfsemi á sviði byggingar- iðnaðarins verði efld eins og kostur er og að sett verði á stofn leiðbeiningar- þjónusta fyrir byggingariðnaðinn við gæðamat og val á leyfilegum byggingarefnum.“ Hluti þátttakenda framan vlð húsakynni Rannsóknarstofnunar bygglngarlðnaðarins að Keldnaholti, að lokinni skoðunar- ferð þangað, talið frá vinstri: Unnar Stefánsson, Hómfríður Jóhannesdóttir, ritari þar, Gústaf Jónsson í Garðabæ, Hörður Kristinsson, Stykkishólmi, Magnús Guðmannsson, Njarðvíkurkaupstað, Valtýr Snæbjörnsson, Vestmannaeyjum, Kristján Alfonsson, Hellissandi, Bjarni Jensson, isafirði, Jón E. Gunnarsson, Vík í Mýrdal, Lýður Bogason, Akureyri, Jóhann Guðjónsson, Sauðárkrókl, Bjarni Óskarsson, byggingarfulltrúi Vesturlands, Gunnar Pálsson, Fasteignamati ríkisins, Jón Geir Ágústsson, Akureyri, Erlingur Ólafsson, Neskaupstað, Einar Fr. Jóhannesson, Húsavík, Jón Ingimarsson, Suðureyri, Magnús Ólafsson, Mosfellssveit, Reynlr Kristinsson, Akranesi, Ólafur J. Helgason, Patreksfirði, Friðþjófur Sigurðsson, Hafnarfirðl, Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingarfulltrúi Norðurlands vestra, Gunnar Sigurðsson, Reykjavík, Kristín Guð- mundsdóttir, Húsnæðismálastofnun ríkisins, Gunnlaugur Halldórsson, arkltekt, Haraldur V. Haraldsson, Húsnæðismála- stofnun og Guttormur Sigurbjörnsson, Fasteignamati ríkisins. Ljósmyndirnar með greininni tók Gunnar Vigfússon. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.