Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 43
RÁÐINN SVEITARSTJÓRI í ÞÓRSHAFNARHREPPI Þegar þeir sveitarstjórar, sem hér eru kynntir, eru taldir með, eru ráðnir framkvæmdastjórar sveit- arfélaga á Islandi 53 að tölu. Bæj- arstjórar, þar með talinn borgar- stjórinn í Reykjavík, eru 21, en sveitarstjórar 32. Upphaflega var ráðgert, að sveitarstjórar væru aðeins ráðnir í hreppum með 500 íbúa eða fleiri. Nú eru átta ráðnir í hreppum, þar sem íbúar eru færri. Sú fjölgun sveitarstjóra, sem orð- ið hefur á síðari árum, sýnir óneitanlega vaxandi umsvif sveit- arstjórnanna. BJARNI AÐALGEIRSSON hefur veriö ráðinn sveitarstjóri í Þórs- hafnarhreppi frá 1. júli s. 1. Er þetta í fyrsta sinn, sem ráðinn er sveitarstjóri í hreppnum. Bjarni er fæddur á Húsavík 25. nóvember 1943. Foreldrar hans eru Bergþóra Bjarnadóttir frá Norðfirði og Aðalgeir Sigurgeirsson, bifreiðar- stjóri á Húsavík. Bjarni lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Bifröst árið 1964 og starfaði síðan á skrifstofu hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík til ársins 1969. Réðist þá sem kaup- félagsstjóri að Kaupfélagi Langnes- Bjarni Aðalgeirsson, sveitarstjóri. inga á Þórshöfn og gegndi því starfi til ársins 1973, er hann setti á stofn bókhaldsskrifstofu á Þórshöfn. Bjarni var kosinn í hreppsnefnd Þórshafnar- hrepps árið 1970 og situr enn í hreppsnefndinni. Kvæntur er Bjarni Þórhöllu Sigurðardóttur frá Þórshöfn og eiga þau þrjá drengi. I Þórshafnarhreppi eru um 450 íbúar. SVEITARSTJÓRI RÁÐINN í LAXÁRDALSHREPPI Hreppsnefnd Laxárdalshrepps í Dalasýslu hefur ráðið sér sveitar- stjóra. Er það í fyrsta skipti sem sveitarstjóri starfar í hreppnum. I Laxárdalshreppi eru 388 íbúar, en í Búðardal 256. Til starfans er ráðinn einn hreppsnefndarmannanna, Marteinn Valdimarsson, sem verið hefur skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búðardal. Marteinn Valdimarsson er fæddur í Reykjavik 29. marz árið 1946. Foreldrar Ebba Þorgeirsdóttir ðg Valdimar Jónsson, veggfóðrunar- meistari. Frá þriggja ára aldri ólst hann upp á bænum Flóðatanga í Stafholtstungnahreppi. Lauk prófi frá Reykholtsskóla vorið 1963 og frá Samvinnuskólanum i Bifröst á árinu 1967. Fluttist þá til starfa hjá Kaup- félagi Hvammsfjarðar í Búðardal og hefur starfað þar á skrifstofu þangað til nú, að hann tekur við starfi sveitarstjóra. Marteinn var kosinn í hreppsnefndina árið 1974. Kona Marteins er María Eyþórs- dóttir úr Borgarnesi og eiga þau tvær dætur. Marteinn Valdimarsson, sveitarstjóri. 289 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.