Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 21
eftir heimkomuna, en fór ekki aftur í Krossanes til móður sinnar. Vilhelmina bjó í Syðra-Krossanesi til ársins 1849, en það ár tók hún á leigu sjálft höfuðból- ið Möðruvelli í Hörgárdal og gerðist húsfreyja í Friðriksgáfu. Um það segir Gisli Konráðsson í ævisögu sinni, að Eyfirðingar hafi lítt boðið í jarðir og ekkert í sjálft Möðruvallaklaustur. Hafi þó Einar umboðsmaður Stefánsson á Reynistað freistað þess þrisvar, „en varð að lyktum að byggja það með leigum einum konu þeirri, er Mína hét. Var það sú, bætir hann við, er skjóta vildi ruslabyssu á Skagfirðinga í Norðurreið og bauð það amtmanni, en ei vildi hann því sæta.“ Hefur söguhetja okkar gerzt hér heldur herská. Ekki varð dvöl hennar löng á amtmannssetrinu. í far- dögum árið eftir rýmir hún fyrir hinum nýja amtmanni, Pétri Havstein, og flyzt aftur í Krossa- nes. Hafði hún með sér kornunga fósturdóttur, Vilhelmínu Pálsdóttur að nafni, fædda 21. marz 1847. Foreldrar hennar voru Páll Erlendsson og Margrét Þorvaldsdóttir, en þau höfðu flutzt frá Akureyri og hafið búskap í Glæsibæ sama árið og Vilhelmína fór í Krossanes. En litla stúlkan, sem líklega hefur verið látin heita í höfuðið á Vilhelmínu Lever, missti móður sína nýfædd. Býr Vilhelmína í Krossanesi til 1852, en flyzt þá til Akureyrar á ný og virðist aftur hefja þar verzlun og veitingasölu. Árið 1856, hinn 6. júní, voru í Hrafnagilskirkju gefin saman Hans V. Lever „hjá móður sinni á Akureyri", eins og prestur segir, 23 ára, giftur fyrsta sinn, og Sigurbjörg Hallgrímsdóttir, vinnu- kona á Akureyri, 18 ára, einnig gift fyrsta sinn. Sigurbjörg var fædd 6. október 1837, bóndadótt- ir frá kotbýlinu Heiðarhúsum á Þelamörk. Hún hafði verið vinnukona hjá Hallgrími Kristjáns- syni gullsmið og þannig í nábýli við þau Levers- mæðgin, sem betur kemur fram síðar. Svaramenn Sigurbjargar og Hans Vilhelms voru faktor Ed- vald Möller áðurnefndur og apótekari Oddur Thorarensen. Árið eftir er Vilhelmína í manntali kölluð verzlunarborgarinna, og hjá henni eru ungu Friðrlksgáfa á Möðruvöllum í Hörgárdal, amtmannssetrið á Norður- og Austurlandi. Árlð 1849 tók Vilhelmina Lever höfuðbólið á leigu og gerðist þar húsfreyja, þótt ekki yrði vistin löng. Myndina gerði August Mayer árið 1836. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.