Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 38
sveitarfélaga til þessara mála þaö ár námu 114 m. kr. Þetta eru samtals 239.4 m. kr. Árið 1976 nema úthlutanir 25%-sjóðs 88 m. kr., lán Byggðasjóðs munu verða samtals 115 m. kr., og Lánasjóður sveitarfélaga mun lána ríflega 128 m. kr. til þessara mála. Samtals er þetta 331 m. kr. árið 1976. Á þessum tveimur árum, 1975 og 1976 hafa því sjóðir þessir lagt samtals 570,4 millj. króna til gatnagerðar, þ.e. 25% sjóðurinn 156 milljónir, Byggðasjóður 172,4 miilj. króna og Lánasjóður sveitarfélaga 242 millj. króna. Ekki er ennþá ljóst, hve mikið fé þessir sjóðir munu hafa til ráðstöfunar árið 1977 til þessara mála, en ætla má, að það fjármagn muni hækka talsvert. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir hlut- deild Byggðasjóðs í gatnagerðarframkvæmdum árið 1976. Eins og ég gat um áðan, hefur Byggðasjóður aðeins veitt lán til þessara framkvæmda til sveitar- félaga á svokölluðu Byggðasjóðssvæði, en það er landið allt nema Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Ennfremur er skilyrði fyrir þessum lánum, að gatnagerðargjöld hafi verið lögð á, eins og fyrr greinir. Nú er það svo, að ekki hafa öll sveitarfélög á þessu svæði lagt á þessi sérstöku gatnagerðargjöld, og skipa þann flokk m. a. þrjú stærstu þéttbýlis- sveitarfélögin, þ. e. Isafjörður, Akureyri og Vest- mannaeyjar. Þær tölur, sem ég nefni hér á eftir, miðast þvi fyrst og fremst við sveitarfélög á Byggða- sjóðssvæðinu, sem hafa lagt á þessi gatnagerðar- gjöld, eða munu leggja þau á nú á næstunni. Samtals hafa 28 sveitarfélög sótt um lán úr Byggðasjóði 1976 og teljast fullnægja skilyrðum fyrir lánveitingu. Á s. 1. tveimur árum hafa þessi sveitar- ÞÉTTBÝLISFÉ 1976 220 MILLJÓNIR Samkvæmt V. kafla vegalaga er einum áttunda hluta heildartekna vegasjóðs varið til gatnagerðar í þéttbýlis- stöðum með 200 íbúa og fleiri. Á árinu 1976 nemur þessi 12,5% hlutdeild í vegasjóðstekjunum 310,5 millj. króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 16,5 millj. króna, sem ofteknar voru til þéttbýlisvega árið 1975. Til ráðstöfunar urðu því 294 millj. króna. Fjórðungur þeirrar fjárhæðar rennur til 284 að flýta gatnagerð þar sem sérstök ástæða þykir til að dómi félög lagt á gatnagerðargjöld fyrir samtals 498,2 m. kr. Að baki þessum gatnagerðargjöldum standa framkvæmdir fyrir samtals 1.400,8 m. kr. Eins og áður greinir, lánaði Byggðasjóður samtals 57,4 m. kr. til þessa málaflokks árið 1975, en það svarar til 71,7 m. kr. gatnagerðargjalda og 229,6 m. kr. gatnagerð- arkostnaðar. Eftir standa þá gatnagerðargjöld upp á 426,5 m. kr. og framkvæmdakostnaður upp á 1.171,2 m. kr. Innifalið í þessari síðastgreindu tölu er fram- kvæmdakostnaður ársins 1976, sem nemur um 784 m. kr. Með þessar tölur sem grundvöll eru lánveiting- arnar árið 1976 síðan ákvarðaðar. Þar sem annað hvort 80% gatnagerðargjalda eða 25% fram- kvæmdakostnaðar virka sem þak á hugsanlegri há- markslánveitingu til hvers einstaks sveitarfélags, er ekki hægt að leiða út samtölu hugsanlegrar há- markslánveitingar með því að taka hundraðshlut- ana beint af framangreindum tölum, heldur verður að meðhöndla hvert sveitarfélag fyrir sig og reikna út hugsanlega hámarkslánveitingu. Eftir að hafa gert það, kom út, að hugsanleg hámarkslánveiting Byggðasjóðs til þessa málaflokks nam samtals 266,1 m. kr. Þar sem aðeins voru 115 millj. kr. til ráðstöf- unar varð að færa framangreint hugsanlegt hámark niður í þá upphæð, sem er til ráðstöfunar. Var það gert, og var látið eitt yfir alla ganga, nema í örfáum tilfellum, þar sem sérstakar ástæður þóttu vera fyrir hendi. Þessi örfáu undantekningatilfelli skekktu hlutfallið örlítið, en þó ekki svo, að neinum úrslitum ráði. Þar sem mest munar um þessa skekkju, munar 500 þús. kr. af rúmlega 27 millj. kr. hugsanlegu há- marki. Þegar hugsanlegt hámark er komið í um 4 m. kr., er þessarar skekkju hætt að gæta. fjárveitinganefndar Alþingis. Hlutur 25% sjóðsins af vegafé 1976 nemur því 74 millj. króna. Óráðstafað var frá fyrra ári 14 millj. króna, sem við þetta bætast. Þannig hafði fjárveitinganefnd til ráðstöfunar í ár samt. 88 millj. króna, eins og fram kemur á næstu blaðsíðu. Til skipta milli sveitarfélaga í almenn framlög koma því samt. 220 millj. króna. Þéttbýlisstaðir með 200 íbúa og fleiri eru 63 að tölu með samt. 190366 íbúa. Á árinu 1976 kemur því í hlut hvers þéttbýlisstaðar fjárhæð, sem svarar til 1158 króna á hvern ibúa hinn 1. des. 1975. Samsvarandi skiptitala þéttbýlis- fjárins á árinu 1975 var 1141 króna. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.