Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 12
Götumynd frá Njarðvík. Ljósmyndina tók Áki Gránz. íþróttasvæði Ungmennafélagið byggði á sínum tíma góðan grasvöll. Naut það til þess aðstoðar sveitarfélagsins. í marzmánuði þetta ár afhenti ungmennafélagið Njarðvíkurkaupstað iþróttasvæðin til eignar, og hefur bærinn því allan veg og vanda af þeim. Á s. 1. sumri var tekinn í notkun nýr malarvöllur. Æska Njarðvíkur á því kost á góðri íþróttaaðstöðu, þar sem nú eru í bænum bæði grasvöllur og malarvöllur, ásamt malbikuðum handknattleiksvelli. Ráðhús Njarövíkur Árið 1968 keypti Njarðvíkurhreppur húseign Vélsmiðju Njarðvíkur á Fitjum. Þar eru nú til húsa skrifstofur bæjarins, bæjarverkfræðings og rafveitu, áhaldahús bæjarins og rafveitunnar, sem sagt „allt á sama stað“. Aðstaða er þarna mjög góð, og voru þetta vissu- lega kostakaup, því áður hafði starfsemin verið í mjög miklu húsnæðishraki. 258 f vaxandi bæjarfélagi er jafnan mikið um nýlagnir hvers konar. Á myndinnl til vinstrl, sem Áki Gránz tók, er unnið vlð hitaveitu, en hinni vatnsveitu. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.