Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 26
272
1976 með stuðlinum 2.73 við ákvörðun leigunnar þá,
og verður því hækkun á lóðarleigum í þeim tilfellum
120% milli áranna 1976—1977. En hafi fasteigna-
matið verið notað óframreiknað við ákvörðun
lóðarleigunnar á líðandi ári, sexfaldast lóðarleigan á
árinu 1977.
Það getur farið eftir ákvæðum lóðarleigu-
samninga, ef í þeim er að finna svigrúm til hækkunar
eða lækkunar, hvort sveitarstjórnir geta haft áhrif á
þessa breytingu.
Aðrar ákvarðanir um lóðarleigur eru ýmist
bundnar um lengri eða skemmri tíma eða eru
breytilegar frá ári til árs, eftir vissum reglum. Þessi
mismunandi ákvæði og viðmiðunarreglur varðandi
álagningu lóðarleigu skapa verulegt ósamræmi
milli einstakra sveitarfélaga, þegar slíkar stórbreyt-
ingar á viðmiðunarstofni sumra þeirra eiga sér stað.
3. Vatnsskattur
Álagning vatnsskatts hjá þeim sveitarfélögum,
sem hann innheimta, er bundin reglugerðar- og
gjaldskrárákvæðum, sem viðkomandi sveitarstjórn
hefir samið og staðfestar eru af félagsmálaráðu-
neytinu: þar eru ákvæði um, á hvern hátt álagningu
skattsins skuli hagað.
Vísast hér til yfirlits, sem Samband íslenzkra
sveitarfélaga hefir látið gera yfir gjaldskrár vatns-
veitna, en þar kemur glöggt fram, hvernig álagningu
vatnsskattsins er háttað hjá hinum einstöku sveitar-
félögum.
Nær undantekningarlaust er vatnsskattur reikn-
aður í fyrstu umferð sem prósenta af fasteignamati. í
flestum tilfellum er síðan beitt ýmsum ákvörðunum,
þ. e. lágmörkum og hámörkum við endanlega
ákvörðun skattsins.
Takmarkanir þessar byggjast í mörgum tilfellum
á ákveðnum krónutölum, miðað við rúmmeter i húsi
og/eða fastri krónutölu varðandi lágmark vatns-
skattsins fyrir hverja gjaldskylda eign eða gjald-
einingu. Þá koma einnig til verðbreytingar og
hækkunar- eða lækkunarheimildir í ákvæðum
gjaldskránna. Heimildum þessum geta viðkomandi
sveitarstjórnir beitt innan vissra marka. I ýmsum
tilfellum er einnig tekið mið af vísitölu byggingar-
kostnaðar við ákvörðun um hækkun milli ára, enda
séu þær breytingar innan hækkunarheimilda gjald-
skránna.
Ljóst er, að sexföldun fasteignamatsins getur haft
mikil áhrif til hækkunar á vatnsskattinum. En vegna
þess, hve gjaldskrárákvæði eru mismunandi, er ekki
unnt að tilgreina dæmi, sem spegla þessi áhrif fyrir
heildina, og því verður hver sveitarstjórn að fjalla
um áhrif breytingarinnar á grundvelli gildandi
reglugerðar fyrir hvern stað.
í því sambandi er rétt að hafa í huga: í fyrsta lagi,
á hvern hátt eða hvort takmörkunarákvæði í reglu-
gerðunum breytast i samsvarandi breytingu á
gjaldstofninum, þ. e. fasteignamatinu. Og í öðru
lagi, að hjá þeim sveitarfélögum, sem ekkert hámark
hafa, verður vatnsskatturinn mjög hár, nema lækk-
unarákvæðum sé beitt, ef fyrir hendi eru.
4. Holræsagjald
Ekki innheimta öll þéttbýlissveitarfélög holræsa-
gjöld. En álagning þessara gjalda er ákvörðuð með
gjaldskrám á hliðstæðan hátt og vatnsskatturinn. Er
því ekki ástæða til að fjalla frekar um þau, nema
hvað hækkun fasteignamatsins hefir þar einnig
veruleg áhrif og getur því breikkað bilið milli
sveitarfélaga, varðandi gjaldtöku af hverri fasteign
til samfélagsþarfa. Að öðru leyti vísast til þess, sem
áður er greint varðandi álagningu vatnsskatts.
Hér hefur verið leitazt við að sýna fram á í stórum
dráttum, að nýtt fasteignamat kemur til með að hafa
mikil áhrif á nokkra tekjustofna sveitarfélaganna og
jafnframt er vakin athygli á að það getur einnig leitt
til mikils mismunar milli hinna einstöku sveitar-
félaga, og síðast en ekki sízt vekur það til umhugs-
unar um, hvort gjaldtökur á þessum grundvelli,
miðað við gildandi lög og reglugerðir, séu innan
ákjósanlegra marka.
SVEITARSTJÖRNARMÁL