Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 7
Bæjarskrifstofurnar og áhaldahús kaupstaðarins eru á Fitjum í húsi, sem keypt var undir starfsemi sveitarfélagsins 1968. Af þessum fyrstu hreppsnefndarmönnum eru enn á lífi þeir Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður, og Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur. Karvel Ögmundsson var kosinn oddviti hinnar nýju hreppsnefndar, og gegndi hann síðan oddvita- starfinu í 20 ár, eða allt til ársins 1962, að hann gaf ekki lengur kost á sér í hreppsnefnd. Karvel hafði áður átt sæti í hreppsnefnd Keflavíkurhrepps. Hafizt handa Þegar Njarðvíkingar tóku sjálfir við stjórn sveitarfélagsins árið 1942, vantaði flest, sem þegar á þeim árum var talið nauðsynlegt. Vatn var tekið úr brunnum víðs vegar í hreppn- um, rafmagn var ekki fyrir hendi, enginn skóli o. s. frv. Bæjarstjórn Njarðvíkurkaupstaðar ásamt bæjarstjóra. Talið frá vinstri: Áki Gránz, Ingólfur Aðalsteinsson, Arndís Tómas- dóttir, ingvar Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar, Albert K. Sanders, bæjarstjóri, Hilmar Þórarinsson, Ólafur í. Hannesson og Oddbergur Eiríksson. 253 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.