Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 15
GÍSLI JÓNSSON, menntaskólakennari: HÚN HAFÐI GOTT HJARTA Þáttur af fyrstu konu, sem kaus á íslandi. í þessari grein segir frá konu þeirri, er með vissu kaus fyrst til sveitarstjórnar á íslandi, Vil- helmínu Lever eða maddömu Vilhelmínu. Skort- ir þó mjög á, að saga hennar sé fullrannsökuð. Heimildir mínar að efni greinarinnar eru ýmsar prestsþjónustubækur, Saga Akureyrar eftir Kle- menz Jónsson, Ævisaga Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni eftir Kristmund Bjarnason, Minningar Kristins Kristinssonar, gamals Eyfirðings, ævi- saga Gísla Konráðssonar, ýmis skjalagögn í Hér- aðsskjalasafninu á Akureyri og akureyrsk blöð. Um ýmislegt í þessu sambandi hafa frætt mig Árni Jónsson, fyrrverandi Amtsbókavörður, Ein- ar Bragi Sigurðsson, rithöfundur og Haraldur Sigurðsson, bankaritari. Til upphafs þessarar sögu nefni ég bræður tvo danska, og báru þeir ættarnafnið Lever. Hét hinn eldri Anders (Andreas, Andrés) Friðrik, líklega fæddur 1778, og hinn yngri Hans Vilhelm, fædd- ur 1780. Ekki er dæmalaust, að nöfnum bræðr- anna sé blandað saman, svo að erfitt verður sund- ur að greina. 'Segir nú fyrr af hinum eldri, föð- urbróður konu þeirrar, sem hér verður fjallað um. Fyrst veit ég það af Anders Lever, að hann kom unglingur til Akureyrar og gerðist búðardrengur hjá Ólafi Gíslasyni Waage, er þar rak verzlun skamma hríð, eða 1796-’97, að því er Klemenz Jónsson telur. Kemur þetta að vísu ekki saman við það, sem segir í kirkjubók, að þá væri Anders Friðrik 15 ára, en aldur hans má hafa verið rang- Iega talinn, sem ekki mun dæmafátt í prestsþjón- ustubókum. Aldamótaárið 1800 er Anders Friðrik orðinn assistent hjá Einari kaupmanni Hjaltesteð, þá tal- inn 21 árs. En sama ár flyzt hann til Siglufjarðar og gerist þar verzlunarstjóri. Var hann þangað sendur af Kyhn, móðurbróður sínum, er þá átti verzlun á Siglufirði. Anders Friðrik er þar talinn í manntalinu 1801, ógiftur, 23 ára, og hjá honum íslenzk þjónustustúlka, Guðrún Jónsdóttir, 24 ára. En liilu síðar giftist hann Friðriku Kristínu Ras- musdóttur Lynge, en hún var fimm árum yngri en hann. Rasmus faðir hennar var bróðir Friðriks Lynge, sem síðastur var einokunarkaupmaður á Akureyri og frumbyggi staðarins. Hann reisti fyrsta íbúðarhúsið 1777. Hinn 9. ágúst 1800 var Anders Lever guðfaðir sveinsins Jörgens Kröyers, en foreldrar hans voru Jóhann Kröyer, faðir þeirrar ættar á íslandi, hreppstjóri og verzlunarmaður í Höfn á Siglu- firði, og kona hans íslenzk, Rakel Halldórsdóttir, sveitarstjórnarmál

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.