Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 18
viljað kasta hinu stirðlega íslenzka Þuríðarnafni
og kallast þjálla heiti upp á dönsku. Hvað um.
Seinna er hún jafnan skrifuð Turid í kirkjubók-
unum, og er svo farið bil beggja, íslenzku og
dönsku.
Hans Vilhelm er nú verzlunarstjóri á Akur-
eyri um hríð. Hann er sagður hafa verið vel
gefinn, og skjöl bera þess merki, að hann hefur
verið listaskrifari. Þá er hann sagður hafa talað og
ritað ensku, sem þá var mjög fátítt hérlendis, en
var stríðinn og deilugjarn, svo sem heimildir votta.
Einkum virðist honum hafa verið uppsigað við
Gunnlaug Briem sýslumann. Árið 1808 hóf hann
kartöflurækt í norðurbarmi Búðargils og er upp-
hafsmaður þeirrar ræktunar á Akureyri. Heppn-
264
Búðargil á Akureyri, þar sem Hans Vilhelm Lever hóf fyrstur
manna kartöflurækt árið 1808 með góðum árangri. Myndin
er úr íslandsför W.G. Collingwood árið 1897 og fengin úr
bókinni „Á söguslóðum", sem Bókaútgáfa Mennlngarsjóðs
gaf út árið 1969.
aðist honum sú iðja svo vel, að hann fékk brátt
margfalda uppskeru úr görðum sínum og hagnað-
ist drjúgum, því að kartöflur voru þá í háu verði.
Kenndi hann Akureyrarbúum kartöflurækt, sem
þeir hafa æ síðan mikið stundað. Eru Levers-
garðar í Búðargili enn í rækt og hinn eini sýni-
legi minnisvarði um hann á staðnum enn þann
dag í dag. En bók er til eftir hann um þetta
efni: Útvísan til jarðeplaræktanar fyrir almúga-
menn á íslandi fiá Hans Vilhelm Lever höndlun-
arfaktóri. Var bókin prentuð í Leirárgörðum á
kostnað höfundar árið 1810 með einkunnarorð-
unum: Aldrei er góð vísa of oft kveðin, á titil-
siðu.
Þau Þuríður, eða maddama Turid, hafa verið
vel virt og voru hvað eftir annað guðfeðgin, er
böxn heldi'a fólksins voru borin til skírnar. Svo
var t. d. árin 1809 og 1810, m. a. hjá kaptein
Scheel, er dvaldist þá á Akureyri við landmæling-
ar ásamt öðrum dönskum kapteini. En eftir 1810
getur Þuríðar ekki í bókum Hrafnagilshrepps.
Hefur mér dottið í hug, að hún hafi andazt er-
lendis. Eftirtektarvert er, að í vönduðu fólkstali
á Akuiæyri árið 1816 fyrirfinnst ekkert af því
Leversfólki. Gæti ekki verið, að Hans Vilhelm væri
erlendis með Vilhelmínu dóttur sína eftir lát
Þuríðar? Ekki þykir mér það ósennilegt, en hvað
sem því líður, er hann kominn til Akuieyrar þeg-
ar í upphafi næsta árs, 1817, og er þá með hon-
um síðari kona hans, Karín Kristín. Voru þau
guðfeðgin barns Gísla Erlendssonar assistents.
Karín Kristín var 10 árum yngri en maður henn-
ar, fædd 1790. Um uppruna hennar veit ég ekki.
Þetta ár var nokkuð tíðindasamt hjá því Levers-
fólki. Dóttirin Vilhelmína var fei'md í Hrafnagils-
kirkju, en heimilisfaðirinn kynntist ungri og
bráðlaglegri stúlku, Guðrúnu Jónsdóttur fiá
Moldhaugum, og gerði henni barn. Hún var þá
15 eða 16 ára. Var nú í vanda komið, en
Lever bjargaði sér þannig, að hann fékk efnaðan
miðaldra borgara á Akureyri, Sigurð Benedikts-
son að nafni, til að giftast Guðrúnu og gangast
við faðerninu. Er barnið talið skilgetið í kirkju-
bókinni. Sigurður þessi hafði feirgið leyfi til að
hafa veitingasölu á Akureyri, en notaði sér ekki,
enda markaður enn lltill, og einmitt þennan
SVEITARSTJÖRNARMÁL