Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 4
„FER ORÐ, ER MUNN LIÐUR“
Af prentfrelsi og fundafrelsi leiðir frelsi manna til
að koma saman, tjá hugsanir sínar, gera ályktanir og
koma þeim á framfæri opinberlega.
Það er nokkuð rík venja, að félagsskapur, sem
eitthvað vill láta að sér kveða, geri ályktanir um
sitthvað, sem hann telur máli skipta og vill þoka að
ákveðnu marki, og er ekkert nema gott um slíkt að
segja. Oft ber þetta framtak þann árangur, sem að er
stefnt.
Engan veginn verður þó fram haldið, að ályktanir
funda og félaga veki allajafna þá athygli, sem ætlazt
er til og oft á tíðum væri maklegt. Svo er komið, að
margir mega helzt ekki heyra á slíkt minnzt og velja
„ályktanafarganinu“ miður vinsamleg orð, svo að
ekki sé meira sagt.
Þetta á sér að vissu leyti eðlilegar skýringar, því að
þessi stjórnskipulegi réttur, sem áður var nefndur,
hefur verið misnotaður um langt skeið. Fámennir
hópar eða klíkur innan stórra samtaka hafa fengið
samþykktar í nafni samtakanna ályktanir, sem allur
þorri félagsmanna vill ekki við kannast. Forráða-
menn sumra samtaka falla í þá freistni að láta sam-
þykkja sýknt og heilagt ályktanir um alla skapaða
hluti og ekki sízt þá, sem samtökin hafa ekki aðstöðu
til að fjalla um fremur en hver annar. Það getur því
verið skiljanlegt, að slík vinnubrögð komi óorði á
samþykktir funda og félaga yfirleitt, og ekki síður
það, þegar verið er að gera álýktanir um hluti, sem
allir eru sammála um og skipta því engu máli til
framgangs eða fjalla um innri málefni samtaka, sem
öðrum koma ekki við. Og þetta reyna menn að fá
birt og gengur misjafnlega.
Um þetta var þó ekki ætlunin að ræða hér, enda
held ég, að ályktanir af slíku tagi njóti þeirrar virð-
ingar, sem hæfir.
En hitt er öllu verra, að ályktanir um mikilvæg
málefni, gerðar af bærum aðilum með formlega
réttum hætti virðast oft ekki njóta öllu meiri virð-
ingar. Mér virðist ástæðan til þessa nokkuð augljós í
flestum tilfellum. Þegar á fund kemur, hættir
mönnum mjög til þess að gera alltof margar ál-
yktanir og hafa þær oft alltof ýtarlegar, gera ekki
mun á aðalatriðum og aukaatriðum. Afleiðingin
verður, að mikilvæg meginatriði geta drukknað í
orðaflaumi, þau fara fyrir ofan garð og neðan hjá
langflestum, missa marks og detta máttlaus niður.
Því held ég, að þeir, sem veita forystu félagsskap,
þeir, sem vilja vekja athygli á máli, er þeir telja
nokkurs virði, ættu að leggja höfuðáherzlu á það að
hafa ályktanirnar færri, en markvissari að sama
skapi.
íslendingasögur hafa að geyma margar meitlaðar
setningar, sem seint gleymast. f Vopnfirðingasögu er
sú, sem er fyrirsögn þessa greinarkorns: „Fer orð, er
munn líður.“ (þ. e. orð berst áfram, er munn sleppir
eða þegar mælt hefur verið. Ályktun er eitt form,
sem nota má til þess að láta orð berast áfram, en
misjafnlega gengur að koma þeim til skila, eins og ég
hef minnzt á. Það skyldu menn því gera sér ljóst, að
ein stuttorð ályktun, markviss að efni og búningi,
vekur hugann fremur og er því málstaðnum til meiri
styrktar en margar langlokur um sjálfsagða hluti.
250
SVEITARSTJÓRNARMÁL