Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 46
15% HLUTDEILD I SJÚKRATRYGGINGUM Sveitarfélög skulu frá ársbyrjun 1977 greiða 15% af kostnaði við sjúkrasamlög, en ríkissjóður 85%. Framlagi sveitarsjóða skal Trygg- ingastofnun rikisins jafna niður á sveitarfélög samlagssvæðisins í réttu hlutfalli við fjölda íbúa 16 ára og eldri, miðað við síðasta manntal. Jafnframt þessari hlutfallshækkun á framlagi sveitarsjóða til sjúkrasam- laganna var tekinn upp sá háttur, að vist i sjúkrahúsum ríkisins verður sjúklingum að kostnaðarlausu. Hlut- fallstöluhækkunin á framlagi sveitar- félaganna til sjúkrasamlaganna þarf því ekki að leiða til hærri framlaga heldur en verið hefði samkvæmt fyrri skipan. f hinum nýju lögum segir, að þegar uppgjör fyrir árið 1977 liggi fyrir, skuli Tryggingastofnun ríkisins kanna, hver breyting hafi orðið á út- gjöldum hvers sjúkrasamlags vegna þessarar breytingar og gera tillögur um, hvernig jafna megi þá kostn- aðarbreytingu. ODDVITALAUNIN 330 KRÓNURÁ ÍBÚA Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið laun oddvita árið 1976. Eru þau 330 krónur á hvern íbúa sveitar- félagsins, miðað við íbúatölu þess hinn 1. desember 1975. Auk þessa fastagjalds ber oddvita innheimtu- laun 4% af innheimtum útsvörum og öðrum sveitargjöldum, sem hann á að innheimta hjá gjaldendum hreppsins, nema sveitarstjórn ákveði annað. Frá og með ársbyrjun 1977 breytast lagaákvæði um oddvitalaun á þá leið, að reikna ber oddvita 6% af rekstrar- tekjum sveitarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins í hreppum, þar sem sveitarstjóri er ekki. Ef um er að ræða sérstakar, um- fangsmiklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, sem oddviti sér um, skal hann einnig eiga rétt á sérstakri þóknun fyrir þau störf, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Láti odd- viti í té húsnæði og aðra aðstöðu vegna skrifstofuhalds, fundarhalda o. fl. í þágu sveitarfélags, á hann rétt á sérstakri greiðslu fyrir þá þjónustu, og skal hreppsnefnd meta hana hverju sinni. f hreppum, þar sem sveitarstjóri er starfandi, skal þóknun oddvita ákveðin með sama hætti og annarra sveitarstjórnarmanna. Þessi nýju ákvæði um oddvita- launin koma, eins og áður segir, fyrst til framkvæmda á árinu 1977. FRÁ RITSTJÓRN Með þessu tölublaði lýkur 35. ár- gangi Sveitarstjómarmála. Jafnframt eru þessa dagana rétt 35 ár síðan ritið hóf göngu sína og fyrsta tölublaðið kom út. f fyrsta árganginum var eitt tölublað, eins og stundum var á bernskuskeiði blaðsins. Tölublöðin voru númeruð í hlaupandi röð á kápu, og hefur sá háttur haldizt í efnisyfirliti hvers árgangs. Þetta tölu- blað er þannig hið 150. í röðinni frá upphafi. Sú breyting hefur nú orðið á prentun tímaritsins, að tekin hefur verið upp svonefnd „offset“-aðferð við prentunina. I tveimur seinustu tölublöðunum hefur þó verið notuð jöfnum höndum hin hefðbundna setning í blý og hin nýja ljóssetning með tölvu. Breytingin yfir í hina nýju tækni tók lengri tíma en ætlað hafði verið, og því urðu tvö seinustu blöðin síðbúnari en æskilegt hefði verið. Eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Offsetprentunin, sem nú er upp tekin, á að gefa ritstjórninni að ýmsu leyti meiri möguleika en áður hefur staðið til boða, t. d. meira frjálsræði í vali ljósmynda, notkun teiknimynda og línurita og ekki sizt aukinn hraða við undirbúning hvers blaðs, eftir að nauðsynlegri endurhæfingu er lokið. Þannig ættu hin fjölmörgu fróð- legu framsöguerindi, sem flutt eru á ráðstefnum sambandsins, að geta komið fyrir augu lesenda tímaritsins miklu fyrr en til þessa hefur verið kostur. Á þessum tímamótum hefur rit- stjórnin á prjónunum nokkur nýmæli varðandi efnisval, sem við væntum, að lesendum falli vel í geð, hvernig sem til kann að takast. Mestu varðar þó, eins og jafnan, að lífrænt sam- band sé á milli ritstjórnar og lesenda blaðsins og að því megi takast að verða enn frekar en hingað til „tengi- liður milli íslenzkra sveitarstjórnar- manna í hreppum og kaupstöðum landsins í öllu því, sem mestu máli skiptir í hinu þýðingarmikla starfi þeirra,“ svo vitnað sé í orð Jónasar Guðmundssonar, fyrsta ritstjóra tímaritsins í inngangsorðum að fyrsta tölublaði þess fyrir 35 árum, en hann var jafnframt útgefandi Sveitar- stjórnarmála í nokkur ár, áður en Samband islenzkra sveitarfélaga var stofnað. U. Stef. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.