Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 24
VALDIMAR ÓSKARSSON, skrifstofustjóri: ÁHRIF HÆKKUNAR Á FASTEIGNAMATI Á FASTEIGNASKATT OG ÖNNUR GJÖLD TIL SVEITARFÉLAGA, SEM VIÐ FASTEIGNAMAT ERU MIÐUÐ Með lögum nr. 94 um skráningu og mat fasteigna, frá 20. maí 1976, er kveðið svo á, að matsverð fast- eignar skuli vera gangverð umreiknað til stað- greiðslu, miðað við verðlag í nóvember-mánuði ár hvert, og skal það talið fasteignamatsverð frá og með 1. desember til jafnlengdar næsta ár, nema sérstakt endurmat komi til. Á grundvelli þessara lagaákvæða tekur nýtt fast- eignamat gildi þann 1. desember 1976 og gildir til 30. nóvember 1977. Verður þetta nýja fasteignamat því grundvöllur við álagningu fasteignaskatts og ýmissa annarra fasteignagjalda, sem sveitarfélögin innheimta á árinu 1977. 270 Valdimar Óskarsson Samkvæmt 26. gr. áðurgreindra laga skal ákvörðun tekin í nóvember-mánuði ár hvert um breytingu á öllu fasteignamati í landinu. Gildandi fasteignamat er aðalmatið frá 1970, sem byggðist á verðmætisviðmiðun um áramótin 1969 og 1970 og er því ljóst, að samkvæmt ákvæðum hinna nýju laga, verður hér um stökkbreytingu að ræða i matsupphæðum, þegar nýtt fasteignamat tekur gildi þann 1. desember 1976. Ef borin er saman vísitala byggingarkostnaðar frá viðmiðunartíma aðalmatsins og byggingarvisitalan i september 1976, lætur nærri, að um fimm- og hálf- földun sé að ræða. Markaðsrannsóknir, sem fram hafa farið á þessu sviði, hafa leitt í ljós sízt minni hækkun, en að sjálf- sögðu nokkuð breytilega. í þeirri umfjöllun, sem hér fer á eftir, verður gengið út frá sexföldun á gildandi fasteignamati. Er það að sjálfsögðu áætluð stærð og notuð hér sem meðaltalsviðmiðun, byggð á ofanrituðu, en á engan hátt bindandi, þar sem verðþróun hefir að sjálfsögðu verið allbreytileg milli byggðarlaga og byggðahverfa á þeim sjö árum, sem liðin eru frá viðmiðunartíma gildandi fasteignamats. Viðmiðunarstofn fyrir álagningu fasteignaskatts hefir á undanförnum árum verið ákveðinn þannig, að fasteignamatið frá 1970 hefir verið hækkað í pró- sentum með sérstökum bráðabirgðaákvæðum hverju sinni. Fyrir árið 1976 var ákveðið að meta margfeldið 2.73 til ákvörðunar á þessum gjaldstofni. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.