Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 33
HARALDUR V. HARALDSSON, forstöðumaöur Tæknideíldar Húsnæðismálastofnunar ríkisins: STARFSEMI TÆKNIDEILDAR HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUNAR RÍKISINS OG SAMSTARF HENNAR VIÐ BYGGINGARFULLTRÚA Um árabil hefur Húsnæðismálastofnun ríkisins starfrækt teiknistofu, sem hefur selt byggjendum, aðallega úti á landsbyggðinni, staðlaðar teikningar af húsum og íbúðum á lágu verði. Það var árið 1957, sem Húsnæðismálastofnun hóf starfrækslu teikni- stofu og réði 2 starfsmenn til þess að annast teikn- ingagerð. Voru í fyrstu eingöngu unnar svokallaðar húsateikningar, en teikningar af burðarvirkjum og lögnum teknar nokkrum árum síðar inn á verkefna- skrá. Störf telknistofunnar voru hafin í þeim tilgangi að veita mönnum, einkum úti á landi, aðgang að full- komnum teikningum fyrir hóflegt verð. Áður var að mestu byggt eftir ófullnægjandi teikningum hand- verksmanna, oft á tíðum rissi á vasabókarblöðum, jafnvel á skókassaloki. Það kom fljótlega í ljós, að brýn þörf var fyrir slíka teikningaþjónustu, sérstak- lega í hinum dreifðu byggðum landsins, og fékk starfsemi teiknistofunnar fljótt góðar viðtökur. Er óhætt að fullyrða, að hún hafi þar haft bætandi áhrif með aðstoð og fyrir milligöngu byggingarfulltrúa. Helztu verkefni teiknistofunnar Lengst af voru 5—6 fastir starfsmenn á teikni- stofunni, og önnuðust þeir einungis hönnun týpu- húsateikninga, eins og áður segir. Ekki hafði teikni- stofan framan af neitt byggingareftirlit eða leiðbein- ingastarf með höndum úti um byggðir landsins, enda engin tök á slíku vegna mannaskorts. Var í þeim efnum treyst á úttektir byggingarfulltrúa og leitað samvinnu við þá um frekara eftirlit og fyrir- greiðslu, eftir því sem tök voru á, enda höfðu þeir jafnan hjá sér sýnishorn af húsateikningum teikni- stofunnar. Árið 1968 er tekin upp sú nýbreytni að fara í eftirlits- og leiðbeiningaferðir um landið á sumrum. Hefur þó nokkur árangur verið af þessum ferðum, þrátt fyrir stutta viðkomu á hverjum stað. Hefur jafnan verið reynt að skipuleggja þessar ferðir í samráði við byggingarfulltrúa hinna ýmsu staða. Verður þessum ferðum haldið áfram og reynt að skipuleggja þær enn betur m. a. með því að auka almenna leiðbeiningaþjónustu við húsbyggjendur og verja meiri tíma á hverjum stað til funda með þeim. Jafnframt því að starfrækja teiknistofu hafði stofnuninni verið falið samkvæmt lögum að vinna að umfangsmiklum umbótum í húsnæðis- og bygg- ingarmálum, vinna að stöðlun í húsagerð, kynna nýjar byggingaraðferðir til lækkunar kostnaðar, framkvæma húsnæðisrannsóknir og annast fræðslu- og leiðbeiningastarfsemi um húsnæðis- og bygg- ingarmál svo og að starfa með öðrum stofnunum að þróun byggingarmála. Ekki var unnt að sinna þessum mikilvægu verkefnum sem skyldi, þar sem störf starfsmanna voru nær einungis bundin við hönnunarvinnu og útfærslu teikninga. Með endur- skoðun á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkisins 279 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.