Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 5
ALBERT K. SANDERS bæjarstjóri: NJARÐVÍKUR KAUPSTAÐUR í tilefni af því, að Njarðvikurhreppur öðlaðist kaupstaðarréttindi hinn 1. janúar 1976, fór ritstjóri Sveitarstjórnarmála þess á leit við mig, að ég segði lesendum blaðsins frá sögu byggðarlagsins, íbúum þess og uppbyggingu. Mun ég leitast við í þessu greinarkorni að gera þessu efni nokkur skil. Forsaga Njarðvíkur er fyrst getið í rituðum heimildum um 1300 og er þá í eigu kirkjunnar og nefnd Kirkju- Njarðvík. Kirkja mun hafa verið reist þar um 1100. Njarðvik varð bændaeign á 15. öld og skiptist þá í fleiri býli. Þessar jarðir urðu konungseign árið 1515. Njarðvíkur voru í Rosmhvalaneshreppi þegar hreppar yoru myndaðir. Frá 1596 tilheyrðu Njarð- víkur Vatnsleysustrandarhreppi. Árið 1889 var Vatnsleysustrandarhreppi skipt og Njarðvikur- hreppur stofnaður. I annálum var Njarðvíkur getið vegna mikilla fiskveiða og mikilvægis víkurinnar vegna hvalareka. Árið 1703 voru skrásettar þrjár jarðir í Njarðvík auk hjáleigna. Ennfremur var getið um þrjár jarðir í eyði. Þá var mannfjöldi í Njarðvík 74. Ljósmynd af líkani, sem Guðbrandur Magnússon gerði af Ytri-Njarðvík eins og byggðin leit út árið 1926. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.