Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 22
hjónin, en Hans hefur enn ekki aðra stöðu en
„sonur hennar". Þar er einnig Vilhelmína fóstra
hennar og tvö vinnuhjú. 1 næsta manntali er
Sigurbjörg ekki hjá þeim, en komin aftur 1859,
þá nefnd maddama, en Hans eins og áður sonur
móður sinnar. En nú tekur að halla undan fæti
fyrir Vilhelmínu. Bregður hún á það ráð árið
1860 að flytjast vestur að Hraunum í Fljótum,
og eru með henni Hans Vilhelm og Vilhelmína
yngri. Hef ég enn enga skýringu fengið á þessum
Guðnavink, enda varð dvöl hennar í Fljótunum
örstutt. í árslok 1861 er hún talin í tómthúsi í
húsi nr. 1. á Oddeyri, væntanlega Lundi, elzta
húsi þar á eyrinni. Þar eru þá hjá henni Hans
Vilhelm og Vilhelnrína, en Sigurbjörg „24 ára,
skilin við mann, er burtvikin úr sókninni að
Vopnafjarðarkaupstað.“
Næsta ár er mikið um að vera á Akureyri.
Bærinn hafði hlotið kaupstaðarréttindi, og nú
skal samkvæmt nýrri reglugerð kjósa hina fyrstu
bæjarstjórn 31. marz 1863. Er kjörbókin enn til,
og fyrsti kjósandinn, sem þar er bókaður, er
Madame Vilhelmine, og valdi hún til bæjarfull-
trúa Jón Finsen lækni, J.P. 'I'horarensen lyfsala,
Pál Thorberg Johnsen kaupmann, Edvald E.
Möller verzlunarstjóra og Jóhannes Halldórsson
cand. theol. Er þetta hin mesta ráðgáta, því að
þetta er 18 árum áður en konur á íslandi fengu
takmarkaðan kosningarrétt til sveitarstjórna. Þá
var og það skilyrði í Akureyrarreglugerðinni, að
kjósendur skyldu hafa goldið a. m. k. 2 ríkisdali í
bæjargjöld á ári, og má vera, að Vilhelmína
hafi náð því marki, þó að hag hennar væri þá
tekið að hnigna til muna. í skjölum bæjarins er
bókað, að hún gyldi fardagaárið 1863-’64 einn
ríkisdal og 56 skildinga, en í lausafjártíund 58
skildinga. Árið 1863 telur hún fram 4 liross, en
engar aðrar skepnur og hefur kálgarð stóran, að
flatarmáli 650 ferfaðma. Ekki virðist hagur henn-
ar hafa farið batnandi eftir það, en þó er bókað,
að hún kysi aftur til bæjarstjórnar 1866, en það
er líka í síðasta skiptið, að hún kýs.
Ekki leikur vafi á, að Vilhelmina Lever er
fyrsta konan, sem „kýs“ á íslandi. Ekki er mér
kunnugt um, hvort hún hefur verið tekin á kjör-
268 skrá án kæru, en þess skal getið til skýringar, að
í hinum danska texta kaupstaðarreglugerðarinn-
ar fyrir Akureyri var talað um „alle Mænd“ í
greininni um kosningaréttinn, og þýðir það all-
ir karlmenn í því sambandi. En í íslenzku þýð-
ingunni varð þetta „allir nrenn“, og má vera, að
Vilhelmína kæmist á kjörskrána í krafti þess, að
vissulega væri hún maður. Alla vega hefur hún
haft einurð til að leita ítrastaréttar síns og kannski
ríflega það.
Næstu árin býr Vilhelmína inni í Fjöru, og
11. febrúar 1867 deyr einkasonur hennar, Hans
Vilhelm, „í skjóli móður sinnar á Akureyri," eins
og það er orðað, tæpt'a 34 ára. Þá sýnist Vilhelm-
ína vera komin í hús Dýrleifar Björnsdóttur, sem
flutzt hafði til Akureyrar utan úr Tjarnarsókn í
Svarfaðardal 1854, en fór til Ameríku 1873. í þessu
húsi mun Vilhelmína hafa búið lengst af síðan,
og J^að tnun sama húsið sem Kristinn Kristinsson
kallar Mínubæinn í minningum sínum og segir,
að kenndur væri við einhverja Vertshús-Mínu.
Segir Kristinn, að bær þessi hafi verið lítið eitt
norðar og nær brekkunni en Indriðahús, sem þá
var kallað og enn stendur (Aðalstræti 66), en í
Indriðahúsi var Vilhelmína einnig einhvern tíma.
Enn segir Kristinn Kristinsson, að þegar faðir
hans fluttist í bæinn, hafi hann keypt þetta hús,
Aðalstræti 66 á Akureyri. Hús þetta reisti Bertil H. Borgen,
sýslumaður, litlu fyrir 1840. Seinna gekk þetta hús um tíma
undir nafninu Indriðahús, og átti Vilfielmína Lever þar
heima skamman tíma, líklega á vegum bæjarins, er hag
hennar var til muna farið að hnigna. Ljósm. Eðvarð Sigur-
geirsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL