Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Blaðsíða 45
71 MILLJON KRONA I ALMENN AUKAFRAMLÖG Samkvæmt breytingu, sem gerð var á tekjustofnalögunum í maí- mánuði siðast liðnum skal félags- málaráðuneytið ákveða aukaframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að fenginni umsögn stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Jafnframt var tekið upp nýmæli á þá leið, að við ákvörðun aukaframlaga til einstakra sveitarfélaga skuli hafa hliðsjón af því, hverjar tekjur eru af einstökum tekjustofnum í hlutaðeigandi lands- hluta og landinu i heild á ibúa á því ári, sem framlag er veitt. Það kom því til kasta stjórnar sambandsins í fyrsta skipti nú í desembermánuði að hafa hönd í bagga um afgreiðslu á umsóknum sveitarfélaga ti! Jöfnunarsjóðs um aukaframlög. Við afgreiðslu málsins gerði stjórn- in svofellda bókun á stjórnarfundi nú í desember: „Stjórnin hefur ekki haft aðstöðu til að kanna alla þá þætti, sem taka ber tillit til um ráðstöfun slíkra fram- laga, t. d. útgjaldaþættina og nýtingu aðstöðugjaldsstofna. Hins vegar telur hún ekki verjandi að fresta afgreiðslu á umsögn sinni vegna mikilla fjár- hagsvandræða sveitarfélaga, sem hlut eiga að máli. Stjórnin hefur ekki áður fjallað um ráðstöfun þessara framlaga, en telur rétt og raunar óhjákvæmilegt að leggja til, að hafðar verði ákveðnar reglur um úthlutun þessa. Hún legg- ur til, að að þessu sinni verði hafðar eftirtaldar meginreglur við úthlut- unina: 1. að þéttbýlissveitarfélögum, sem um er að ræða, verði greitt framlag, sem svarar helmingi þeirrar fjár- hæðar, sem á vantar, að álögð útsvör og fasteignagjöld nái landsmeðaltali slikra sveitarfélaga. 2. að samsvarandi regla gildi um strjálbýlishreppa, þó þannig, að miðað verði við landsmeðaltal þeirra. Ef framangreindir tekjustofnar eru ekki nýttir að fullu, dregst frá fram- lagi hvers sveitarfélags fjárhæð, sem svarar helmingi þess, sem vannýtt er.“ Veiting framlaga úr Jöfnunarsjóði hefur nú farið fram á grundvelli framangreindra ábendinga. Að auki hlutu aukaframlag fjögur sveitar- félög, sem orðið höfðu fyrir búsifjum af völdum náttúruhamfara á árinu. Hin almennu aukaframlög sam- kvæmt þessu eru samt. 71 millj. kr. og hin sérstöku aukaframlög, sem tengd eru uppgjöri vegna verkefna- tilfærslunnar, samtals 88 millj. króna, og nema aukaframlögin þvi saman- lagt 159 milljónum króna og koma til góða 73 sveitarfélögum. INNHEIMTU SJÚKRATRYGGINGAGJALDSINS LÉTT AF SVEITARFÉLÖGUNUM Innheimtu sjúkratryggingar- gjaldsins er létt af sveitarfélögunum frá og með ársbyrjun 1977 og falin innheimtumönnum ríkissjóðs. Eftir sem áður skal sá, sem leggur á útsvör, leggja á sjúkratryggingargjaldið, sem er 1% álag á gjaldstofn útsvara. Gjald þetta er ekki lagt á þá, sem ekki greiða útsvör. Er þetta gert með lögum um Alþingi hefur'sett lög um breyt- ingar á lögum um Bjargráðasjóð, sem m. a. fela í sér hækkun á árgjaldi sveitarfélaga til sjóðsins úr 50 krónum á íbúa í 150 krónur á íbúa, miðað við 1. desember undanfarandi ár. breytingar á almannatryggingalög- unum, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 21. desember. Að því er snertir álagt sjúkratrygg- ingargjald ársins 1976, þykir rétt að vekja athygli á því, að sveitar- stjórnum ber aðeins að standa sjúkrasamlögum skil á innheimtum Jafnframt eru þau nýmæli í lögun- um, að lán til sveitarfélaga skulu tryggð með framlagi þeirra úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ennfremur segir í hinum nýju lögum: sjúkratryggingargjöldum, en alls ekki álögðum. Þótt ekki sé heimilt að reikna odd- vitum innheimtulaun af sjúkratrygg- ingargjaldinu, er sveitarstjórn að sjálfsögðu heimilt að ákveða að greiða oddvita úr sveitarsjóði innheimtu- laun af því. „Verði vanskil á láni sveitarfélags, er ráðherra heimilt að inna greiðslu af hendi af jöfnunarsjóðsframlagi til sveitarfélagsins. Sama gildir um van- skil sveitarfélags sem ábyrgðaraðila, enda hafi sveitarfélag sannanlega áður verið krafið um greiðslu án ár- angurs." BJARGRÁÐASJÓÐSGJALDIÐ 150 KRÓNURÁ ÍBÚA SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.