Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 16
Austurland var í allri þessari umræðu bókað sem „kaldur landshluti“. Þar sem vart vœri að vœnta jarð- hita, nema fyrir tiltölulega lítinn hluta íbúanna. Væntanlega aðeins Vopnafjörð, Hlaðir og Egils- staði. Hér skal þess getið, að við borun hitastuðulsholu í Hólmanesi í Eskifirði haustið 1976 kom fram til- tölulega hár berghiti, 82 gráður, miðað við 1000 m. dýpi, og nú fara sams konar rannsóknir fram víðar á Austurlandi. Upphitað húsnæði á Austurlandi er um 1.6 milljónir m3. Væri það hitað með oliu, væri kostn- aður á verðgildi dagsins í dag um 700 milljónir króna á ári. Af framansögðu er það Ijóst, að hófuðmarkmið raforku- iðnaðar Austurlands er að sjá meginhluta íbúanna fyrir hitaorku. Annað verður ekki séð að svo stöddu. Þá er það stóra spurningin, hvert er það afl og sú orka, sem þarf til að fullnægja þessu markmiði? Samkvæmt útreikningi áætlunardeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins er fullhitað húsrými á Austurlandi um 1.3 milljónir m3 þ.e. íbúðar-, iðnaðar- og verzlunarhúsnæði. 0.3 milljónir m3 eru aðeins hituð að hluta. Ég geri ráð íyrir, að af þessu húsnæði sé nú þegar um 20% rafhituð eða 260 þús. m3. Þá eru eftir rétt rúmlega 1.0 milljónir m3. Af þessum milljón m3 tel ég, að hagkvæmt væri að fjarhita um 50 þús. m3 á Eskifirði, um 100 þús. m3 á Neskaupstað og um 60 þús. m3 á Seyðisfirði; en um 100 þús. m3 á Egilsstöðum og á Hlöðum fá væntan- lega hitaveitu. Sú tala gæti hækkað í 150 þús. m3. Þá er mögulegt, að hluti Vopnafjarðar fengi hitaveitu. Bein hitun reiknast þá að vera fyrir um 690 + 260 þús. m3 eða 950 þús. m3. Miðað við 25 w/m3, yrði uppsett aflþörf 23.75 Mw, en miðað við aflþörf virkjunar við 60% samtímastuðul, yrði afl- þörf 14.25 Mw fyrir beina hitun. Ef hita ætti fjarhitastöðvar 100% með raforku 210 þús. m3 þyrfti um 5.8 Mw, miðað við 10% tap í kerfi. Með töpum yrði þá heildaraflþörf hitamarkaðar 22 Mw, miðað við núverandi rúmmál húsa. Ef reikna skal með að ná þessu markmiði árið 1981, verður almenn notkun væntanlega um 15.4 Mw með flutningstöpum og heildar aflþörf um 38 Mw. Elzta vatnsaflsstöð á landinu á Eskifirði er enn í notkun. Elzta túrbína landsins í ratstöðinni á Eskifirðl, 66 hestöfl. Færanleg 1100 kW gastúrbínustöð á Eskilirði. Ljósmynd- irnar tók Ingólfur Kristmundsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.