Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 17
Orkuþörf er hins vegar með töpum, bein hitaorka 23.75 X 3250 X 1.15 = 88.8 GWh fjarvarmi 5.8 X4000X 1.15 = 27.0 GWh Nýtingartimi í virkjun yrði varla undir 5.200 tímum fyrir hitaorku. Nýtingartíma almennrar notkunar áætla ég 5000 stundir sem lágmark, miðað við aukna nýtingu á bræðslum (kolmunni, spærlingur), sem gefur 77.0 GWh. Heildarorkuþörf á Austurlandi, miðað við framangreindar forsendur, er því 192.8 GWh. á ár- inu 1981. Ég legg áherzlu á, að með fullkominni stýringu á beinu hitaafli, þ.e. fjarstýringu og augnabliksrofi á hita, dreifðri um svæðið, er hægt að ná hagkvæmari nýtingu raforku til hitunar en með fjarvarmaveitu; alveg sérstaklega á þetta við, þegar sami aðili er framleiðandi orkunnar og smásöluaðili hennar. Hins vegar er kostur kyndistöðvakerfisins sá, að með svartolíukötlum, sem eru að vísu nokkuð dýrir, er hægt að fresta fjárfestingum í raforkukerfinu, þ.e. virkjunum og fylgikerfishlutum, um tíma, ásamt þeim stóra kosti, að við vatnsskort er tiltækt varaafl í svartolíu. Og einnig er mögulegt að geyma varma á tönkum. Egilsstaðahreppur hefur látið gera frumáætlun um kyndistöðvarkerfi til að kynna sér fjármagns- stærð og annað, sem málið varðar. Orkuvinnsla og orkudreifing Ef súlurit um orkuvinnslu samveitusvæðis Austurlands frá árinu 1962 er skoðað, kemur í ljós, að það má raunverulega nota sem línurit um sögu atvinnuveganna yfir sama tímabil. Sjá mynd 1. Eins og sjá má af myndinni eru miklar stökk- breytingar einkennandi fyrstu árin, en frá 1970 er stígandin jöfn, því þá tók að virka samverkandi aukin raforkunotkun iðnaðar, sjávarútvegs og raf- hiti. Upp úr 1960 tók RARIK að sér að sinna síldariðnaði, og við sjáum á súluritinu jafna stígandi í orkunotkun allt til ársins 1966, en síðan lækkun fram til ársins 1969. En síldveiðar voru í hámarki árið 1966, en árið 1967 tók svo að segja fyrir alla veiði, er líða tók á sumarið. Eftir sat RARIK með gífurlgga fjárfestingu i dísilvélum, sem skyndilega urðu óþarfar. En sem betur fer fór í hönd endurskipulagning iðnaðar í sjávarútvegi og þá þegar árið 1969 er aftur byrjuð stígandin, sem síðan hefur varað. Skyndilega hófust loðnuveiðar, og síldar- bræðslurnar, sem ýmsir höfðu álitið ónýtt drasl, urðu arðgefandi aftur, og sjálfsagt aldrei betur en nú. Þess skal getið, að tvær uppbyggðar verksmiðjur árið 1967 voru hálf gefnar úr landi vegna þess hugarfars og svartsýni, sem greip um sig á erfið- leikatímanum árin 1967— 1969. Tvær langfullkomnustu verksmiðjur, sem Aust- firðingar hafa eignazt, urðu hræðslunni að bráð. Það ætti að kenna okkur nú að taka ekki fljótræðis- ákvörðun eftir góða vertíð, t.d. varðandi kaup á bræðsluskipum. Nú vantaði fleiri dísilvélar og túrbínur til að sinna orkuþörf, því ekki datt nokkrum ráðamanna í hug að virkja skyldi á Austurlandi, meðan landshlutinn brauðfæddi þjóðina með útflutningsafurðum síld- aráranna. 1962-1976. SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.