Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Síða 20
lína í „maskanum“ á að geta flutt nægilegt afl fyrir
þá álagspunkta, sem línan er tengd við, og hið full-
komna „maskakerfi" er þannig, að þótt snjóflóð eða
ising grandi einum legg, „maskans“ á aðeins að
verða stutt blikk á kerfinu.
Þetta felur í sér, að þörf á varaafli vegna aðal-
flutningskerfisins er að heita má óþarft, því allir
leggir kerfisins eru í raun til vara fyrir hina, en ég vil
taka skýrt fram, að þar með er ekki sagt, aðþörf á varaafli
hverfi.
Varaaflsþörf er skilgreind á mismunandi vegu, og
einnig í mismunandi vægi fyrir hina einstöku
kerfishluta.
Óhætt mun að staðhæfa, að með uppbyggingu
flutningskerfisins í maskakerfi, — byggingu orkuvers
eða orkuvera, sem sæi um grunnaflsþörf og með
tengingu landshlutans við Norðurland myndi vara-
aflsþörf vera hverfandi, ef þá nokkur.
Þau meginatriði, sem ég vil að lokum benda á, eru
þessi.
1. Orkuvinnsla:
1.1 Hefja þarf nú þegar virkjunarframkvæmdir,
sem miði að þvi, að virkjanir á Austurlandi geti sinnt
grunnaflsþörf á árinu 1981.
1.2 Stefnumörkun S.S.A 1974 felur í sér, að virkj-
un í Fljótsdal sé forgangsverkefni.
Hugsanleg virkjun þar er 3X50 Mw Fljóts-
dalsvirkjun með 50 Mw fyrsta áfanga.
1.3 Grunnaflsþörf 1981 áætlast um 50 Mw, miðað
við, að hitunarmarkmiði sé náð.
Dísilvinnslukostnaður árið 1978 áætlast rúm-
lega 500 millj. króna.
1.4 Með tilkomu línu frá Norðurlandi sem
grunnorkukosts, þarf varaafl á Austurlandi að vera
minnst 80% af grunnaflsþörf á hverjum tíma og 30
Mw aukning fram til ársins 1981. Fjárfesting í vara-
afli um 2.15 milljarðar króna.
2. Orkuflutningskerfið.
2.1 Vopnafjörð þarf að tengja við samveitusvæðið
á þessu ári, 1978.
2.2 Bakkafjörð þarf að tengja við Þórshöfn á þessu
ári, 1978.
2.3 Oliukostnaður á Vopna- og Bakkafirði verður
um 52 millj. kr. árið 1978.
2.4 Hornafjarðarsvæðið þarf að tengjast við sam-
veitusvæðið ekki seinna en á árinu 1979.
2.5 Endurbyggja þarf línukerfið Grímsá — Egils-
staðir — Eskifjörður — Reyðarfjörður fyrir árið
1980. Fyrsti áfangi þeirrar línulagnar yrði Egils-
staðir — Eskifjörður.
2.6 Áætluð fjármagnsþörf í greindar fram-
kvæmdir er 4.0 milljarðar króna með aðveitustöðvum.
2.7 Bæjarkerfin þurfa 600 milljónir fram til ársins
1981.
2.8 Sveitaveitur þurfa um 100 milljónir til ársins
1981.
Skipulag raforkumála
A árum 1970— 1972 fóru fram miklar umræður
um skipulagsmál raforkuiðnaðarins. M.a. var hald-
inn fundur um málið á vettvangi Sambands
íslenzkra sveitarfélaga. Næstu daga fyrir þá ráð-
stefnu efndu starfsmenn RARIK til mikils fundar
um þessi mál.
Jafnframt liafði málið verið stöðugt á dagskrá á
fundum hjá Sambandi íslenzkra rafveitna. Grund-
vallaratriðið í þessum umræðum er, hvort ríkið eða
sveitarfélögin eigi að veita raforkuiðnaði lands-
manna forsjá.
Meirihlutaálit á vettvangi S.Í.R. er, að afskipti
ríkisins séu óheppileg. Helztu rök voru þau, að
komið hafi í ljós með rekstri RARIK og skipulagi
rekstrar þess fyrirtækis, að næsta lítið aðhald sé unnt
að veita þar eð notendur séu ekki tilkallaðir til að-
haldsgjafar og ábyrgðar á lýðræðislegan hátt, en það
aðhald sé aftur á móti í sveitarfélagakerfinu.
Á öllum þessum fundum, þar sem verið hafa full-
trúar austfirzkra sveitarfélaga, hefur afstaða þeirra
verið önnur en meirihlutans, og hefur hér verið um
einstæðu að ræða, miðað við aðra landshluta.
Hugsanlegt er, að þeirri afstöðu ráði að einhverju
leyti sú sérstaða, að aðeins Reyðarfjarðarhreppur
rekur eigin rafveitu hér á Austurlandi.
I framhaldi af þessari umræðu flutti Magnús
Kjartansson, þáverandi orkumálaráðherra, tillögu
til þingsályktunar um skipulagsbreytingar, sem
fólu í sér aukna þátttöku sveitarfélaga í orku-
vinnslunni með stofnun landshlutafyrirtækja.
SVEITARSTJORNARMAL