Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 22
Eskifjarðarlína í vetrarbúningi. Mikil ísing á línum og á staurum. Ljósmyndina tók starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Núverandi orkuráöherra hefur skipað 4 nefndir fyrir jafnmarga landshluta til að kanna viðhorf manna til skipulagsbreytinga á raforkuiðnaðinum. Sú nefnd, sem skipuð var fyrir Austurland, hefur lokið störfum og megin niðurstaða hennar er, að Austfirðingar óski ekki eftir fjárhagslegri aðild að raforkukerfinu, en telja nauðsynlegt, að kerfinu verði breytt á þann veg, að Austfirðingar fái í sínar 124 hendur stjórn Austurlandsveitu fyrir hönd ríkisins. Því er ekki aó leyna, að skoðanir mínar samrýmast ekki þessari niðurstöðu. Einnig skal það tekið fram, að ég var ákaflega ósáttur við skipan nefndarinnar, þar sem aðeins tveir nefndarmenn voru Austfirðingar. Ég er þeirrar skoðunar, að kynning á málinu hafi verið vægast sagt alltof lítil, til að menn, — og þá fyrst og fremst sveitarstjórnarmenn — gætu mótað skoöanir sínar, og það skal tekið fram, að málið var ekki rætt í sveitarstjórnum almennt. Það er því rangt að túlka niðurstöður nefnd- arinnar sem vilja sveitarstjórna á Austurlandi. Mikilvægasta sjálfstæðismálið Eins og áður sagði, fara nú fram miklar umræður um orkumál um allan heim. Tilefnið er margslungin orsakakeðja, sem inni- heldur eðlisfræðilega og stjórnmálalega hlekki. í umræðum í fjölmiðlum hérlendis um orkumál okkar Islendinga hefur meðal annars komið fram sú staðhæfing frá þekktum hagfræðingi, að viðhorf til nýtingar innlendra orkulinda fyrir þjóðina sjálfa hefði í raun gerbreytzt á einni nóttu. Hér er átt við það, að viðhorf til hagkvæmni fjár- festingar í okkar eigin orkulindum sé undir öðru gildismati nú en áður. í sambandi við staðhæfingu þessa vaknar þessi spurning: „Ér ekki vannýting íslenzkra orkulinda, miðað við þörf þjóðarinnar sjálfrar, vottur um skort á þjóðernis- og sjálfstæðistilfinningu?“ Að mínu mati er svarið jákvætt. Hér er svo farið, að hrein stjórnsýsluleg mistök hafa átt sér stað, og eru orsakir þær helztar, að íslenzkir hagfræðingar hafa ekki viljað, getað, eða hafa ekki haft heimild til að skoða, hvað allra næsta framtíð beri í skauti sínu, sem breyti gildismati þeirra gagnvart hagkvæmni fjárfestingar um komandi framtíð. Þetta kom mjög greinilega fram, þegar helztu sérfræðingar orkumála Islendinga héldu því fram, að innan ákveðins tíma yrðu kjarnorkuver til muna hagkvæmari en fallvatnsvirkjanir. Það er eftir á að hyggja undravert, hve gjörsam- lega það virðist koma sömu aðiljum á óvart, að þróunarlönd, sem eiga olíulindir, skuli nota þær sem vopn í lífsbaráttu sinni og einnig, að við minnkandi SVEITARSTJÓRNARMÁL.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.