Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 24
gerð að Gljúfurversvirkjun eftir fjölda breytinga, með Suðurárveitu og 50 metra stíflu, fyrst og fremst til að ná einingarverði niður fyrir verðið, sem raf- orkan frá Lagarfossvirkjun Austfirðinga myndi hafa kostað. Lagarfossvirkjun á hinn bóginn var skorin niður í jrrjá áfanga og aðeins fyrsti áfangi gekk til matsins. Þegar upp var staðið, varð einingarverð ívið lægra frá Lagarfossi fyrir Austfirðinga. En hver var afleiðingin? Hana þarf vart að kynna. Laxá var nú orðin það stór, að enginn Aðaldælingur eða sómakærir Mývetningar þoldu hana, og Lagar- fossvirkjun að öllu leyti gjörsamlega óhæf til síns brúks án miðlunarmannvirkja. Menn reyndu svo á sig í Orkustofnun, að gerðar voru að minnsta kosti átta orkuspár fyrir Austurland út frá mismunandi forsendum. Hvers vegna? Við gerðum eina og afneituðum hinum. Hvers vegnal Einfaldlega fyrir það, að enginn hinna gerði ráð því, að hér ætlaði fólk að búa, sækja sjó og yrkja jörð, þrátt fyrir, að síldin hefði kvatt að sinni, og kannski einnig fyrir það, að jtær fólu í sér endurtekningu á hinni frægu Grimsáryfirlýsingu, sem fram kom, þegar Grímsárvirkjun var í byggingu og sagði, að sú virkjun mundi duga Austfirðingum um ókomna framtíð. Við gerðum á hinn bóginn ráð fyrir, að ýmsum grundvallaratriðum yrði sinnt í atvinnumálum, og nýting innlendrar orku til upphitunar húsnæðis héldi innreið sína í rikum mæli. Orkuspá okkar stenzt enn, þótt grundvöllur hennar hafi af bjartsýni okkar verið óskhyggja um sömu framfarirl þessurn landshluta sem öðrum. Baráttan um virkjun Lagarfoss var löng og ströng. Virkjunin kom tíu árum of seint. Hana hefði átt að taka í notkun á árinu 1962, en árið 1970 hefði átt að hefjast handa við Fjarðará, eða þá að hafa Fljóts- dalsvirkjun tilbúna til framkvæmda. Með öðrum orðum. Við erum næsta tíu árum á eftir þörfinni í orkuöflun og aðalorkuflutningi. Hefði 20 — 30 Mw virkjun verið tilbúin árið 1974, hefðu vaxta- og afskriftargreiðslur fyrir hana orðið % af dísilolíukostnaði á þessu ári, og í stað dag- legrar baráttu við lausn orkuvinnsluvandans hefði meginviðfangsefnið nú verið að tengja suður- og norðurhluta kjördæmisins við vatnsorkusvæðið. Nú, joegar bygging tengilínu milli Austur- og Norðurlands stendur yfir, er rétt að geta þess, að árið 1968 var í fullri alvöru talað um 20 Mw hámarks- flutningsgetu fyrir „hundinn“ svokallaða, en 50—60 Mw nú tíu árum síðar. Hér á undan hefi ég reynt að mála með fáum dráttum upp raunverulegt baksvið þeirrar umræðu og átaka, sem farið hafa fram og enn fara fram í orkumálum Austurlands. Eg hefi reynt að ganga út frá því sem grundvallaratriði, að sjálfstæði þjóða í orkumálum sé efnahagslegt öryggismál, en jafn- framt bent á, að mín skoðun sé sú, að sama gildi fyrir hina ýmsu landshluta. Frumherjinn og mikilmennið Steingrímur heitinn Jónsson, rafmagnsstjóri, hafði þá eindregnu skoðun eða skulum við kalla það stefnu, að virkja skyldi grunnaflsþörf landshlutanna í landshlutunum sjálf- um og þá fyrst tengja þá saman, þegar því væri lokið. Um jaessa stefnu sína gaf hann út ritgerð og rök- studdi álit sitt þar í. Núverandi orkuráðherra hefur lýst því yfir, að [ressi stefna sé sín stefna í orkuvinnslumálum, og veit ég, að það hefur aukið vonir Austfirðinga um, að fljótlega verði tekin ákvörðun um virkjun í Fljótsdal. Það er mál að linni þeirri happa-og-glappa- stefnu, sem ráðið hefur í orkumálum Austurlands um næsta tvo tugi ára. Það er mál að linni þeirri einhliða umræðu, sem farið hefur fram í þessum málaflokki i enn lengri tíma. Þar sem mátturinn og dýrð hins miðstýrða kerfis hefur verið ákallað og skammað til átaka í þessu lífshagsmunamáli okkar. Það er mál, að við taki á einhvern hátt ábyrgð og aðhald fólksins, sem er þolandi þjónustunnar eða þjónustuleysisins. Eg held, að slíkt sé þjóðhagslegt grundvallaratriði. Tímabil ljósvæðingarinnar er að baki. Fram- undan er full rafvæðing til upphitunar húsnæðis, sem að orkumagni er þrisvar sinnum meiri en nú- verandi orkuneyzla. Jafnframt er ljóst, að Austur- land verður að iðnvæðast til að mæta aukinni at- vinnuþörf á fjölbreyttari sviðum en hingað til. Þar kemur orka fallvatnanna við sögu sem grundvallaratriði. Allt jretta knýr á, að Austfirðingar sjálfir verða að hafa í sínum höndum ábyrgð, aðhald og ákvörðunarvald í þessum málaflokki. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.