Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 29
Sýnishorn a( framleiðsluvörum Kötlu
hf. í Vík í Mýrdal, en þær hafa m. a.
verið kápur og peysur úr ull fyrir
Bandaríkjamarkað. Á myndinni eru,
talið frá vlnstri: Katrín Einarsdóttir,
Ástríður Einarsdóttir, Jóna Kjerúlf og
Sigurjón Rútsson, prjónamaður, allt
starfsfólk Kötlu hf.
brotið að sjá flesta daga allan ársins hring fjölda
fiskiskipa að veiðum allt að því upp undir kálgarða
Víkurbúa, án þess þeir fái ýtt bátkænu úr vör.
Hafnargerð á suðurströnd landsins er ekki til um-
ræðu hér, en það gefur auga leið, hvílík bylting það
yrði í atvinnulífi þessa litla þorps, þótt ekki kæmi
nema sumarhöfn nálægt Vík. Vitað er, að höfn á
þessu svæði verður mjög dýr og að aðrar fram-
kvæmdir verða að hafa forgang að sinni. En þjóðinni
fjölgar. Og það er sannfæring mín, að í náinni
framtíð muni m.a. stóriðja til útflutnings réttlæta,
að lagt verði í þann kostnað, sem samfara yrði
hafnargerð í námunda við Vík. Til þess að renna
stoðum undir arðsemi hafnarinnar og ef vera kynni,
að hinn aldagamli draumur Skaftfellinga um höfn
mætti rætast, hafa menn leyft sér að gæla við hug-
myndina um álverksmiðju, þótt flestir vildu í hjarta
sínu vera án slíks fyrirtækis. En úrvinnsla og út-
flutningur íslenzkra jarðefna getur líka komið til.
Nýgerðar rannsóknir hafa leitt í ljós, að sterkar líkur
eru á, að slíkt geti verið á næstu grösum, einmitt á
Mýrdalssvæðinu, og er því fylgzt mjög vel með
öllum þeim möguleikum.
Geysilegt áfall
Um neikvæða hlið atvinnumálanna hjá okkur er
það að segja, að um n.k. áramó,t verður lögð niður
starfsemi Loranstöðvarinnar á Reynisfjalli. Allir
starfsmennirnir þar, tíu að tölu, hafa fengið í hendur
uppsagnarbréf án þess nokkuð sé boðið í staðinn. Þar
sem hér er um að ræða stofnun á vegum hins opin-
bera, teljum við heimamenn, að ríkisstjórninni beri
siðferðileg skylda til að hlaupa undir bagga og beina
einhverri annarri starfsemi til okkar í staðinn. Ekki
bólar á neinu slíku enn. Atvinnulega er þetta geysi-
legt áfall fyrir staðinn, ef ekkert verður við gert. í Vík
eru um 400 íbúar. Með þessum starfsmönnum
Loranstöðvarinnar munu hverfa af staðnum milli
50—60 manns. Það er svipað og milli 10—12 þúsund
manns flyttust í skyndingu frá Reykjavík. Hætt er
við, að einhver ræki þá upp ramakvein. En sem sagt,
enn hefur ekki orðið vart neinna úrræða eða já-
kvæðra viðbragða háttvirtra stjórnarherra eða
annarra opinberra aðila til aðstoðar í þessu alvarlega
máli.
Hér tel ég vera um sláandi dæmi að ræða varð-
andi mismunun af opinberri hálfu milli landsvæða.
Þegar atvinnuleysi verður í einhverju sjávarþorpi,
þá er rokið til og keyptur togari og ástandinu þar
með bjargað. Hvílík lyftistöng fyrir þorp eins og Vík,
Hvolsvöll, Hellu, Blönduós eða önnur álíka, ef
svipuðu fjármagni yrði beint þangað til iðnaðar-
uppbyggingar. Sæmilegur skuttogari ku kosta ca.
einn milljarð í dag. Ætli nefndir staðir sættu sig ekki
við eitthvað minna, ef þeir væru svo lánsamir að eiga
þess kost? 131
Sláandi dæmi um misrétti
sveitarstjórnarmAl