Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 38
HEILSUGÆZLUSTÖÐIN
Á EGILSSTÖÐUM
Myndirnar sýna grunnflöt heilsu-
gæzlustöðvarinnar og sjúkrahússins á
Egilsstöðum.
Húsið er teiknað á árunum 1969 og
1970, áður en lög um heilsugæzlu-
stöðvar voru samþykkt og áður en
nokkrar forskriftir voru til um,
hvernig slíkar stöðvar skyldu búnar.
Var forsögn að stöðinni og þessar
teikningar unnar í nánu samstarfi við
þáverandi landlækni og héraðslækn-
ana á Egilsstöðum. Einnig var haft
samráð við aðra lækna varðandi
ýmsan sérbúnað.
Til þess að geta mætt síbreytan-
legum kröfum var reynt að hafa
sveigjanleika hússins sem mestan með
því að hafa enga berandi veggi, held-
ur berar plötur á stoðum og hafa
lagnir víða aðgengilegar.
Ákveðið var í upphafi að byggja
stöðina við sjúkraskýlið, þannig að
um samnýtingu á ýmsum þáttum
gæti verið að ræða. Þetta hefir bundið
form og skipulag hússins töluvert.
Á efri hæðinni er móttaka sjúk-
linga, biðstofa og aðstaða lækna og
hjúkrunarkonu. Er móttökuaðstaða
fyrir tvo lækna, sem hafa hvor sitt
skoðunarherbergi. Rannsóknarstofa,
aðgerðarstofa (skurðstofa), séraðstaða
fyrir skoðun barnshafandi kvenna og
kvensjúkdóma, ásamt vel búinni
röntgendeild, er einnig á hæðinni.
Á neðri hæð er aðstaða sérfræð-
inga, lyfsala og íbúð fyrir lækna, er
Grunnflötur 1. hæðar heilsugæzlu- 10) íbúð fyrir afleysl (slysadeild)
stöðvarlnnar á Egilsstöðum:
1) aðallnngangur,
2) Inngangur í apótek,
3) inngangur, vörumóttaka,
4) inngangur I fbúð,
5) tannlæknir,
6) sérfræðingur,
7) húsvörður,
8) iyfjageymsla,
9) apótek,
11) blðstofa,
12) fundaherbergl, kaffistofa,
13) ræsting, skol,
14) geymsla,
15) sjúkrastofa,
16) borðstofa, setustofa,
17) eldhús,
18) lyfta,
38) sólflöt.
6 ii H ll.— ■ ■ i
j r~x _ , ■ 1
-o i fr. v -
hh J L 1
p- “V1- f “3 > \ Y 10 1 < 1' 1
L -1-^-
Heilsugæzlustöðina telknuðu arkl-
tektarnir Manfreð Vllhjálmsson og
Þorvaldur S. Þorvaldsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL