Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 40

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 40
hafði vafalaust mikil áhrif og þarf að halda honum áfram. Væri ekki unnt að koma á slíkri fræðslu fyrir þá, sem háðir eru áfenginu? Hvað er hægt að gera í upplýsingaskyni í sambandi við hollara mataræði til að leiðbeina fólki og jafnvel að hafa áhrif á sölu hollra fæðutegunda með því að lækka verðlag, t. d. með eftirgjöf á tollum og söluskatti á þeim vöru- tegundum, sem að dómi sérfróðra manna er hollast að neyta? Til er fjöldi fólks með skert starfsþrek, og því ekki fullkomlega hlutgengt á almennum vinnumarkaði. Þessu fólki þarf að sjá fyrir störfum. Þó að slík atvinnufyrirtæki bæru sig ekki, væri styrkur til þeirra e. t. v. smámunir hjá því, sem sjúkrahúsdvöl eða dvöl á einhvers konar heilsugæzlustofnunum kostar fyrir þessa þegna. Á því leikur ekki vafi, að allar slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir eru ódýrasta og sjálfsagðasta leiðin. Það er heilsuverndin. Aðhlynning vió aldraða_______________________________ Þegar rætt er í hópi sveitarstjórnarmanna um heilsugæzlu, verður aðhlynning við aldraða stór þáttur í þessum málaflokki, og er honum því miður oft á tíðum ekki nægur gaumur gefinn. Með lögun- um um tilfærslu verkefna frá riki til sveitarfélaga nr. 94/1975 færðist stofnkostnaður og rekstur á dvalar- og hjúkrunar-heimilum fyrir aldraða alveg á herðar sveitarfélaganna. Við þessum vanda verðum við sveitarstjórnarmenn að snúast með fyrirhyggju og framkvæmdahug. Stjórn og læknar við Heilsu- gæzlustöðina á Egilsstöðum létu gera mat á þjónustuþörf aldraðra í umdæmi Heilsugæzlu- stöðvarinnar. Könnun þessa gerði ungur maður, Ingimar Einarsson, félagsfræðingur. Þessi könnun gefur okkur mjög mikilsverðar upplýsingar um stöðuna, eins og hún er og þar með vitneskju um, hvað gera þarf til að koma þessu máli í viðunandi horf. Þjóöfélagsbreytingar 20. aldarinnar hafa haft áhrif á félagslega stöðu aldraðra á Islandi. Margir þættir hinnar fyrri þjóðfélagsgerðar sem veittu eldra fólki stuðning í lífsbaráttu þess, eru ekki lengur fyrir hendi. Er þarna fyrst og fremst átt við stóru heimilin áður fyrr. Þessi breyting hefur valdið því, að gamalt fólk býr oft eitt sér án stuðnings eða náins félags- skapar barna sinna og ættingja og þarf þess vegna oft á ýmiss konar þjónustu að halda. Til skamms tíma hafa hugmyndir um þjónustu S|úkrahúsið, tll vlnstri, og hellsugæzlustöðln (tM hægrl) séð trá austrl. Sjúkraskýllð tók tll starta á árlnu 1946, en var breytt í sjúkrahús fyrlr 20 sjúkllnga, þegar hellsugæzlustöðln tók tll starta á árlnu 1974. SJúkrahúsið er 400 m2 að stærð, en heilsugæzlustöðln 600 m2, þar a! er íbúð 60 m2, aðstaða undlr lyfsölu 45 m2 og tannlæknl 35 m2. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.