Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 41

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 41
við aldraða fyrst og fremst miðazt við greiðslu lífeyris og byggingu og rekstur elliheimila. Á síðustu árum hafa þó augu manna opnazt fyrir því, að koma megi til móts við þarfir margra einstaklinga með ýmiss konar þjónustu utan stofnana. Með því að leggja áherzlu á þessa aðstoð, verður lengur hægt að hjálpa öldruðum til að búa óháðir og sjálfstæðir í sínu eðli- lega umhverfi. Þjónustuþörf aldraðra er misjöfn eftir einstakl- ingum og breytist jafnframt sífellt með hækkandi aldri. Víða, að minnsta kosti í sveitum landsins, er margháttuðum erfiðleikum bundið að koma henni við, þótt fullur vilji sé fyrir hendi. I framhaldi af þessum hugleiðingum varðandi gamla fólkið verður manni efst í huga að spyrja: Er unnt að leysa ýmis félagsleg og heilsufarsleg vanda- mál aldraðra með annars konar þjónustu en bygg- ingu elliheimilis eða dvalarheimilis, t. d. með heimilishjálp, endurhæfingu, aðstöðu til félags- starfs, tómstundaiðkana o. s. frv.? Hversu vel sem við búum að þessum þætti, er þó óhjákvæmilegt að byggja elli- og hjúkrunarheimili. Af okkar reynslu að dæma, eru slíkar stofnanir að minnsta kosti úti á landsbyggðinni, bezt settar í nábýli og í nánum tengslum við heilsugæzlustöðvarnar. Þar finnur þetta aldraða og oft á tíðum lasburða fólk mest öryggi. Auk þess er hægast um vik fyrir hjúkrunar- fólk og lækna að koma við sem beztri umönnun. Eg hefi nú drepið á nokkur helztu atriðin í sam- bandi við þá stofnun, sem mér er kunnust, og al- menna heilsugæzlu, sérstaklega varðandi hinar dreifðu byggðir. Að lokum vil ég endurtaka það, að með byggingu heilsugæzlustöðvarinnar á Egils- stöðum og endurbyggingu þessa litla sjúkrahúss virðist vel séð fyrir heilsugæzlunni í áður nefndu umdæmi. Með fjölgun fólks og vaxandi kröfum þarf e. t. v. fleira að gera, svo sem að fjölga sjúkrarúmum, þótt ekki sé í náinni framtíð hugsað til sjúkrahúss með skurðstofu eða slíku, sem krefst miklu dýrari og umfangsmeiri stofnunar, og veigamikil spurning er það, hvort stóru og dýru sjúkrahúsin eiga ekki að vera sem fæst og fullkomnust, en slíkar stofnanir eins og hér hefur verið rætt um, sem bezt búnar og bezt setnar á sínum starfssvæðum. NOKKRAR UPPLÝSINGAR UM STARFSEMI SJÚKRAHÚSSINS Á EGILSSTÖÐUM 1971 1976 Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um starfsemi sjúkrahússins á Egilsstöðum, sem Ari Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins og Guðmundur Sigurðs- son, héraðslæknir á Egilsstöðum tóku saman. Sá síðar- nefndi kynnti þær á ráðstefnunni og gerði grein fyrir kostnaði við einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar á starfssvæði heilsugæzlustöðvarinnar á Egilsstöðum á ár- inu 1976. Starfsemi sjúkrahússins 1971 1976 Fjöldi sjúkrarúma 8 19 Starfsfólk 7(4.5) 25(20) Læknar 2(0.‘5) 3(1) Hjúkrunarkonur 0 2(1.5) Ljósmæður 2(2) 2(1.5) Sjúkraliðar 0 4(4) Gangastúlkur 0 5(5) Matráðskonur 1(1) 2(2) Aðstoðarstúlkur 0 3(2) Framkvæmdastjóri 1(0.5) 1(1) Skrifstofustúlka 0 1(0.5) Ritari 0 1(0.5) Meinatæknir 1(0.5) 1(1) Tala sjúklinga 185 266 Innanhéraðs 145 175 U tanhéraðs 40 90 Fjöldi legudaga 2216 7670 Innanhéraðs 1891 5618 Utanhéraðs 325 2052 Tölur í svigum tákna stöðufjölda miðað við fullt starf. sveitarstjórnarmAl

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.