Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 51
Mörk hreppanna hafa hér verið dregln Inn á landabréf: 1) Skorradalshreppur, 2) Andakílshreppur, 3) Lundarreyk|adals- hreppur, 4) Reykholtsdalshreppur og 5) Hálsahreppur. — Hvernig er þessu samstarfi háttað? „Við höfum, frá því að samtökin voru stofnuð, haldið fjölmarga sameiginlega oddvitafundi og tvo fundi með öllum hreppsnefndarmönnum á svæðinu, enda er það eitt af markmiðum samstarfsins að auka kynni sveitarstjórnarmannanna innbyrðis." — Hvernig eru samgöngur innan svæðisins? „Yfirleitt eru samgöngur sæmilegar innan þess. Þó er það eitt af höfuðmálum samtakanna um þessar mundir að vinna að bættum samgöngum. Sérstak- lega má í því sambandi nefna veginn yfir Geldinga- draga og Hestháls, því að sú leið til Reykjavíkur er 30 kílómetrum styttri en leiðin fyrir Hafnarfjall. Auk þess er veðursæld mikil á þeirri leið, en oft illfært hina leiðina. Einnig teljum við, að viðhald vega hafi verið of lítið á síðari árum.“ — Liggja samgönguleiðir innan svæðisins að sameiginlegum kjarna? „I raun og veru er það ekki, eins og er. Segja má, að þrír til fjórir byggðarkjarnar séu á þessu svæði. Þeir eru Hvanneyri í Andakílshreppi, Reykholt og Kleppjárnsreykir í Reykholtsdalshreppi, og nú á síðustu árum er að rísa upp byggðarkjarni að Bæ í Bæjarsveit, en svo er kallaður efri hluti Andakíls- hrepps.“ — Hvert sækja íbúar svæðisins verzlun? „Fyrst og fremst í Borgarnes. Því miður verður það að segjast eins og er, að menn sækja i auknum mæli verzlun til Reykjavíkur nú á síðari árum.“ — Færir Borgarfjarðarbrúin nýja ykkur nær Borgarnesi? „Nei, það gerir hún ekki, nema neðstu bæi Anda- kílshrepps. Ég sé ekki, að brúin hafi nokkra hagnýta þýðingu fyrir þessa hreppa.“ — Eigjið þið ekki aðild að ýmsum stofnunum í Borgarnesi? ,Jú, allir hrepparnir eiga aðild að dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, heilsugæzlustöðinni þar og að héraðsbókasafninu.“ — Er ekki læknissetur að Kleppjárnsreykjum? , Jú, læknissetur hefur verið á Kleppjárnsreykjum — og er þar enn, en nú er útlit fyrir, að héraðs- læknirinn, sem þar er, flytjist í Borgarnes. Þessi samtök telja, að það væri stórt skref aftur á bak, ef til 153 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.