Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 53

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Page 53
Frá árinu 1961 hafa hrepparnir, sem að samstarfinu standa, rekið sameiginlegan barnaskóla að Kleppjárnsreykjum. Nú er þar grunnskóli og nemendur á aldrinum 6—15 ára. Öllum nemendum skólans 125 að tölu var s.l. vetur ekið að og frá skóla, utan fimm, sem lengst eiga að sækja, sem eru í heimavist. Kennsla hefst kl. 9 árdegis og lýkur kl. 15 og nemendur fá morgunverð og hádegisverð í mötuneyti skólans. Við skólann starfa 6 kennarar auk skólastjórans, sem er Hjörtur Þórarinsson. Myndin ertekin í frímfnútum. Hvítársíðuhreppi, reka sameiginlegt slökkvilið, sem nú orðið er mjög vel búið að tækjum. 1 sumum hreppum eru nú þegar komnir reykskynjarar í hvert íbúðarhús, og í öðrum hreppum er verið að vinna að þessu máli. Á þessu sviði hefur verið unnið þarft og mikið starf á síðustu árum. í Reykholtsdalshreppi greiddi sveitarsjóður helming af kostnaði við reyk- skynjara og uppsetningu þeirra móti húseigendum. Fullbúin sjúkrabifreið er staðsett í Reykholti. Kiwanisklúbburinn Jöklar, sem starfar í Borgarfirði, gaf bílinn. S. 1. haust var hann afhentur björgunar-. sveitinni Ok, sem rekur bílinn á eigin kostnað.“ — Er félagssvæði björgunarsveitarinnar stórt? „Það er hið sama og slökkviliðsins, það er sam- starfshrepparnir fimm að viðbættum Hvítár- síðuhreppi. Slysavarnadeildin Hringurinn nær einnig yfir sama svæði. Á vegum deildarinnar hefur verið stofnuð umferðaröryggisnefnd, sem lætur um- ferðarmálin til sín taka. Færi vel á því, að víðar um land verði komið á fót slikum nefndum til að gera átak í umferðarmálunum, eins og gert var á árinu 1968, þegar hægri umferðin gekk i garð. Sveitar- stjórnir ættu ásamt slysavarnadeildunum víðs vegar um landið að hafa forgöngu um stórátak til að draga úr umferðarslysunum og halda þannig upp á tíu ára afmæli hægri umferðarinnar. Enginn vafi er á því, að slíkar nefndir geta gert gagn, hver á sínu svæði. Þegar slíkar nefndir störfuðu á árinu 1968, urðu samanlagt 8 banaslys í umferðinni allt árið. Menn beri þetta saman við ástandið nú.“ — Hafið þið ekki ómak í þessum hreppum vegna hinna mörgu sumarhúsa? „Það er áreiðanlega erfitt fyrir oddvita í fámennum hreppum að eltast við fasteignaskatta, sem innheimta þarf hjá sumarbústaðaeigendum, sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar, og mikil hætta á afföllum. Mörgum þykir leiðigjarnt að innheimta smáar upphæðir á mörgum stöðum. Þetta er ein af röksemdunum, sem færa má fyrir því, að hrepparnir sameinist um starfsmann.“ — Hefur verið talað um sameiginlega sorp- hreinsun á svæðinu? ,Já, ákveðið er að reisa sorpeyðingarstöð í Reyk- holtsdal. Reykholtsdalshreppur mun einn hrepp- anna standa að henni fyrst í stað. Ekki er útilokað, að fleiri hreppar gangi inn í það samstarf síðar. Það verður framtíðin að leiða í ljós.“ — Nú er mikill jarðhiti í Reykholtsdal og boranir í Laugarholti í Andakílshreppi skila góðum árangri. Eruð þið ekki farnir að hugsa til hitaveitu- lagningar um þéttbýlustu svæðin í sveitunum t.d. í sambandi við hitalögn áleiðis til Borgarness og hugsanlega Akraness? „Við fylgjumst vel með því máli, en sameiginleg hitaveita hefur þó ekki ennþá komizt á dagskrá hjá okkur á fundunum.'1 155 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.