Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 54

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 54
— Lítur þú svo á, að þetta samstarf sé upphaf að sameiningu sveitarfélaganna? „Um það vil ég ekkert fullyrða. Ég held, að í framtiðinni geti verið athugandi fyrir þessi sveitar- félög að ráða sér sameiginlegan starfsmann. Störf oddvitanna, a.m.k. í hinum stærri hreppum eru að verða alltof umsvifamikil til þess að unnt sé að sinna þeim i hálfgerðri aukavinnu svo í lagi sé. Málin þróast væntanlega í þann farveg, sem heppilegastur þykir, þegar þar að kemur.“ __ ,, SAMVINNA BÓKASAFNA RÆDD Á 5. LANDSFUNDI BÓKAVARÐA 6. - 7. SEPTEMBER 1978 156 Fimmti landsfundur bókavarða verður haldinn að Hótel Sögu dagana 6.—7. september næstkomandi. Fundarefni verður samvinna bókasafna, og verður fjallað um ýmsa þætti þess efnis, að meginhluta þó á því sviði, er varðar skipti almenningsbókasafna innbyrðis og tengsl þeirra við aðrar gerðir safna. Dagskrá hefur ekki verið endanlega ákveðin, en fullvíst er, að eftirfarandi mál verða til meðferðar: Þjónustumiðstöð fyrir bókasöfn, er stofnuð var fyrir skömmu. Vonir standa til þess, að stofnun þessi verði með tímanum þjónustumiðstöð af líku tagi og tíðkast erlendis, t.d. ann- ars staðar á Norðurlöndum, þar sem unnt er að fá á einum stað flest það, er þarf til reksturs bókasafna, búnað, gögn öll, sérfræðilega aðstoð og ráð- leggingar. Stuðla slíkar stofnanir hvarvetna að samræmdum starfs- háttum bókasafna og hagkvæmni í rekstri þeirra. Fyrsta verkefni Þjón- ustumiðstöðvar fyrir bókasöfn verður að halda áfram því verki, er Bóka- varðafélag Islands og Félag bóka- safnsfræðinga hafa staðið að undan- farin ár, þ.e. gerð spjaldskrárspjalda fyrir íslenzkar bækur frá árunum 1944—1973. Verður það verk ís- lenzkum almenningsbókasöfnum til hinna mestu hagsbóta, þegar lokið verður, en því miðar nú vel áfram, eftir því sem fé er fyrir hendi. Sam- band íslenzkra sveitarfélaga hefur styrkt verk þetta rausnarlega og samþykkt að veita til þess framlag allt að 3.000.000.00 kr., og einnig hefur Vísindasjóður veitt því fjárstuðning. Þjónustumiðstöðin verður kynnt og rædd. Einnig verður sýning á hlutum og efni, er hún á að geta útvegað bókasöfnum, og sýndar verða kvik- myndir, er kynna starfsemi slíkra stofnana hjá nágrannaþjóðunum. Annað meginefni, sem til umræðu verður, er þjónusta miðsafns í hverju bókasafnsumdœmi. 1 lögum um al- menningsbókasöfn, sem samþykkt voru á Alþingi 14. maí, er kveðið svo á, að landinu skuli skipt í bókasafns- umdæmi, og í reglugerð um almenn- ingsbókasöfn frá 7. marz s.l. eru þau ákveðin og einnig aðsetur miðsafns í hverju þeirra. Miðsöfnum er ætlað að inna margvíslega þjónustu af hendi við einstaklinga og stofnanir í um- dæmi sínu; einnig skulu þau vera upplýsinga- og gagnamiðstöðvar, þar sem haldið sé til haga því efni, er varðar umdæmið, sem í hlut á. Síðast, en ekki sízt, skulu miðsöfn veita hreppssöfnum, skólasöfnum og stofn- anasöfnum í umdæmunum aðstoð og þjónustu og efla samvinnu þeirra. Það er álit bókavarða, að leggja beri áherzlu á slíka samvinnu og samstýr- ingu í hendi miðsafns. Ef rétt er að þessu staðið, hlýtur það að bæta nýt- ingu á mannafla og fjármunum þeim, er varið er til bókasafnsþjónustu og bæta gæði hennar um leið. Sú hefur og orðið raunin á erlendis við líkar aðstæður. Fjallað verður ítarlega um þetta mál á fundinum, bæði með fyr- irlestrum og i umræðuhópum. Enn fremur verða fluttir fyrirlestr- ar um afmarkaðri efni, er varða sam- vinnu bókasafna. Fjallað verður um hljóðbókaþjónustu við sjónskerta og blinda. Samkvæmt reglugerð skal eitt mið- safn á landinu hafa þessa þjónustu á hendi í samvinnu við Blindrafélagið, og hefur Borgarbókasafn Reykjavík- ur gert það frá upphafi. Það hefur komið í ljós, að þörf fyrir þjónustu af þessu tagi er geysimikil og raunar meiri en hægt hefur verið að anna. Má að vísu telja það sjálfsögð mann- réttindi hinna sjónfötluðu, að þeir fari ekki á mis við hið prentaða orð, er alsjáandi fá notið. Það hefur einnig sýnt sig, að þörfin er einnig til staðar hjá öðrum hópum vanheilla þjóðfé- lagsþegna. Sem fyrr var getið, er það sam- kvæmt reglugerð eitt aðalhlutverk miðsafna að hlynna að frœðimennsku í he'raði og varðveita heimildir um byggðar- sögu. Þetta efni verður rætt á fundin- um og þá einnig tengsl við Lands- bókasafn Islands og Þjóðskjalasafn Islands i þessu tilliti. Af ofangreindu má sjá, að bóka- verðir munu fjalla um ýmis efni, er áhugaverð eru fyrir sveitarstjórnar- menn, og er þeim eindregið boðið að sitja landsfundinn að loknu lands- þingi Sambands íslenzkra sveitarfé- 'aga- Helgi Magnússon, bókavörður. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.