Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Síða 56
LÖGREGLAN HÆTTI
SJÚKRAFLUTNINGUM
Dómsmálaráðuneytið hefur hinn
7. apríl s. 1. sent bæjarfógetum og
sýslumönnum bréf, þar sem þeim er
fyrir lagt að tilkynna sveitarstjórnum
og öðrum, sem hlut eiga að máli, að
lögreglan muni um næstu áramót
hætta sjúkraflutningum nema í
neyðartilvikum.
Bréf ráðuneytisins fer hér á eftir:
1 kjölfar umræðna um verkefna-
skiptingu ríkisins og sveitarfélaga um
löggæzlu upp úr 1970 var með lögum
nr. 56/1972 gerð sú breyting á lög-
gæzlumálum, er verið höfðu verkefni
sveitarfélaga, að þau urðu alfarið
málefni rikisins og lögreglumenn
urðu ríkisstarfsmenn.
Sjúkraflutningar voru einn þeirra
verkþátta, sem lögreglumenn sem
starfsmenn sveitarfélaga höfðu víðast
hvar með höndum. Þrátt fyrir, að hér
væri um að ræða verkefni, sem er al-
veg óviðkomandi lögreglu, hafa lög-
reglumenn ennþá annazt þá. Ráðu-
neytið telur, að nú sé svo komið, að
fela verði öðrum aðila þessi verkefni,
þar sem sjúkraflutningarnir eru við-
ast hvar orðnir allt of kostnaðarsamir
vegna ákvæða nýrra kjarasamninga
og ennfremur of timafrekur þáttur i
starfi lögreglunnar. Ýmsar aðrar
ástæður valda því ennfremur, að ó-
heppilegt er, að lögreglan sinni þeim.
Ráðuneytið telur eðlilegast, að
sjúkraflutningar séu í höndum sveit-
arfélaga, þar sem hér er um að ræða
verkefni, sem að mati ráðuneytisins er
nærtækast að leysa i hverju byggðar-
lagi fyrir sig, t. d. i tengslum við
sjúkrahús, á vegum sýslu eða á annan
hátt. Heilbrigðisráðuneytið fer með
yfirstjórn þessara mála, sbr. lög nr.
56/1973.
Ráðuneytið óskar þess hér með, að
þér tilkynnið þeim sveitarstjórnum,
sjúkrahússtjórnum, sýslunefnd eða
öðrum aðilum, sem kunna að eiga
hlut að máli, að sjúkraflutningar, að
undanskildum neyðartilvikum, á
vegum lögreglunnar munu leggjast
niður frá og með 1. janúar 1979.
Ráðuneytið hefur ekki neitt við
það að athuga, þótt lögreglumenn
annist akstur sjúkraflutningabifreiða
sem aukastarf í fritima sinum fyrst
um sinn eftir umræddar breytingar.
STOFNAÐ FÉLAG ÍSLENZKRA
LANDSLAGSARKITEKTA
viðtækt, allt frá skipulagi lóða við
einstakar byggingar til þátttöku í
skipulagi á heilum landsvæðum.
Nefna má sem dæmi:
158
Stofnað hefur verið í Reykjavík
„Félag islenzkra landslagsarkitekta",
skammstafað F.l.L.
Markmið félagsins er að stuðla að
þróun landslags- og garðbyggingar-
listar með þvi að vinna að réttri með-
ferð og notkun lands sem og mótun
þess. Auk þess skal félagið gæta hags-
muna félagsmanna.
Félagar eru þeir einir, sem lokið
hafa námi og fullnaðarprófi við
menntastofnanir, sem félagið sam-
þykkir, en þá er stuðzt við samþykktir
„Alþjóðasamtaka landslagsarki-
tekta“ I.F.L.A., en það er skamm-
stöfun á International Federation of
Landscape Architects.
Starfsheitið „landslagsarkitekt" er
hér með tekið upp í stað garðarkitekt
eða skrúðgarðaarkitekt, sem notað
hefur verið fram að þessu. Þykir nýja
starfsheitið lýsa betur starfssviðinu,
auk þesá sem þessi þróun er í sam-
ræmi við þá breytingu, sem átt hefur
sér stað á starfsheitinu í nágranna-
löndunum á síðustu árum. T.d. er
starfsheitið á norsku og sænsku land-
skapsarkitekt, á dönsku landskabs-
arkitekt, á þýzku landschaftarchitekt
og á ensku landscape architect.
Viðfangsefni landslagsarkitektsins
er m.a.:
a) Varðveizla núverandi verðmæta
lands og lífríkis þess.
b) Mótun nýs lands í samræmi við
nútíma lifnaðarhætti og vaxandi
kröfur um bætt umhverfi.
Starfssvið landslagsarkitekta er
a) Útivistarsvæði við hýbýli manna.
b) íþróttasvæði, skrúðgarða og
kirkjugarða.
d) Landslagsmótun, þar sem meiri-
háttar jarðrask og breytingar á
landi eru óumflýjanlegar, svo sem
við byggingu raforkuvera, við
vega- og brúargerð o.fl.
c) Þátttaka í skipulagi bæja og gerð
landnýtingaráætlana.
Eitt helzta verkefni félagsins á
þessu ári er undirbúningur undir
ráðstefnu norrænna landslagsarki-
tekta, sem haldin verður hér á landi
sumarið 1979.
Stofnfélagar F.Í.L. eru aðeins 5
talsins, Auður Sveinsdóttir, Einar E.
Sæmundsen, Jón H. Björnsson,
Reynir Helgason og Reynir Vil-
hjálmsson, sem jafnframt er formaður
félagsins.
SVEITARSTJÓRNARMAL