Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 6
LANDSÞING vöröuðu sveitarfélög. Hann hvatti til eflingar sveitarfélaga meö sam- einingu þeirra í stærri heildir og lýsti sig andvígan þriðja stjórn- sýslustiginu. Ávarp ráöherrans á þinginu er birt aftan viö þessa frá- sögn. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, bauö fulltrúa velkomna til starfa í höf- uðborginni og kvaö þingfulltrúa aufúsugesti á 200 ára afmæli kaupstaðarréttinda Reykjavíkur í ár. Magnús varaði viö tilhneigingu stjórnvalda til þess að ganga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess aö sækja þangað fé til sérstakra verkefna á kostnað þéttbýlissveit- arfélaga og lagði áherzlu á, að jöfnun búsetuskilyrða í landinu væri eðli málsins samkvæmt verk- efni ríkisins. Ávarp Magnúsar L. Sveinssonar er einnig birt aftar í þessu tölu- blaði. Peter Gorm Hansen, fram- kvæmdastjóri Sambands danskra sveitarfélaga, flutti ávarp af hálfu fulltrúa norrænu sveitarfélaga- sambandanna og árnaði þinginu heilla í störfum. Auk hans sátu þingið einn fulltrúi fyrir hvort sveit- arfélagasambandanna í Noregi og í Svíþjóð, fulltrúar sveitarfélaga- sambandanna í Finnlandi, sem eru þrjú, og tveir fulltrúar sveitarfé- lagasambandsins í Færeyjum. Þingnefndir Á þinginu voru kosnar fjórar starfsnefndir auk kjörnefndar. Voru það allsherjarnefnd, fræðslu- og menningarmálanefnd, um- hverfismálanefnd og framtíðar- nefnd. í kjörnefnd voru átta fulltrú- ar, en í hinum nefndunum sextán, en öðrum þingfulltrúum gafst kostur á að skipa sér til starfa í þeim nefndum að eigin vali. Áður en næsti dagskrárliður hófst, söng dómkórinn í Reykjavík nokkur lög undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Skýrsla um starf sambandsins 1982—1986 Björn Friðfinnsson, formaður sambandsins, gerði síðan grein fyrir helztu verkefnum, sem fráfar- andi stjórn hefði unnið að og efst væru á baugi í sveitarstjórnarmál- um um þessar mundir. Nefndi hann til fastara form, sem komizt hefði á samskipti sambandsins við ríkisvaldið með reglulegum sam- ráðsfundum þessara aðila, tilkomu Fræðslumiðstöðvar sveitarfélaga með auknu námskeiðahaldi og Tölvuþjónustu sveitarfélaga með ráðgjafarstarfi í þágu sveitarfélag- anna, útgáfu Árbókar sveitarfélaga og starf dreifbýlisnefndar sam- bandsins, sem orðið hefði til þess sérstaklega að gæta hagsmuna strjálbýlishreppa. Þá ræddi for- maður ný sveitarstjórnarlög, end- urskoðun tekjustofnalaga og vinnu við endurskoðun á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem boðuð hefði verið. Fram- söguræðu formanns og skýrslu um starf sambandsins var vísað til allsherjarnefndar þingsins. Tillögur bornar fram Lagðar voru fram tillögur stjórn- ar sambandsins um breytingar á lögum þess í þá veru, að forfallist kjörinn stjórnarmaður og vara- maður hans fyrir tiltekinn lands- hluta á kjörtímabili stjórnarinnar varanlega, skuli fulltrúaráð sam- bandsins kjósa aðalmann og vara- mann í þeirra stað. Einnig var lagt til, að stjórn sambandsins geti skipað fastanefndir til þess að fjalla um tiltekna málaflokka. Sigurður Gunnarsson, sveitar- stjóri Búðahrepps, bar fram tillögu varðandi greiðsluform barnabóta og persónuafsláttar. Var tillögu hans einnig vísað til allsherjar- nefndar þingsins. Sveitarfélögin árið 2000 Magnús Ólafsson, hagfræðing- ur og framkvæmdastjóri nefndar, sem fjallar á vegum forsætisráðu- neytisins um framtíðarkönnun, flutti á þinginu erindi um efnið „Sveitarfélögin árið 2000“. Þing- fulltrúar höfðu jafnframt fengið í hendur fjölrit, „Mannlíf og mögu- leikar á tækniöld", þar sem hann Svipmynd úr Súlnasal Hótel Sögu. 220 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.