Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 28
SAMTALIÐ byggöina á Hjalteyri. Kveldúlfur hf. gaf hreppnum land undir skólann á árinu 1948 og sem næst 1/7 ' hluta af byggingarkostnaði hússins. Tók skólinn til starfa á því ári og starfar enn sem grunnskóli hreppsins, en um framhaldsnámið stendur hreppur- inn að Þelamerkurskóla með þremur öðrum hreppum, Glæsibæjar-, Skriðu- og öxnadalshreppi. Frá stofnun skólans á árinu 1948 hafa aðeins verið við hann þrír skólastjórar, Guðmundur Frímannsson, sem var tæp tuttugu ár, Þóra Steinunn Gísladóttir og Jóhannes Hermannsson, núverandi skólastjóri.“ Hús þetta reisti Richard Thors á árinu 1917 og bjó þar ævinlega á sumrin allt til 1938, er hann reisti sér annaö hús á staönum. Þá var rekiö hótel i húsinu, Hótel Hjalteyri, en hefur staðið ónotað um skeið. Ljósm. Sveinn Ingimarsson - Er félagsheimili í hreppnum? ,,Já, það heitir Freyjulundur. Byrjað var að byggja það á árinu 1913. Síðan hefur tvisvar sinnum verið bætt við það, á árinu 1927 og á árinu 1957. Það fullnægir alveg til mannamóta innan sveitarinnar, kannski einna sízt til þorrablóta.“ - Hvernig er búskap háttað í hreppnum? „Aðalbúskapurinn í hreppnum er mjólkurfram- leiðsla og sauðfjárrækt. Frá mörgum bæjum er atvinna stunduð utan heimilis, sennilega eitthvað frá flestum bæjum í hreppnum, bæði á Hjalteyri og á Akureyri, en þangað er ámóta lengi farið eins og neðan úr bæ í Reykjavík og upp í efra Breiðholt. Lengsta fjarlægð frá býli í hreppnum til Akureyrar er 25 km og eftir malbikuðum vegi að fara.“ - Eru nýjungar á döfinni í atvinnumálum í hreppnum? „Undanfarin tvö ár hafa verið talsverðar umræður um byggingu álvers við Eyjafjörð, og er þá ákveðinn staður hafður í huga, en það er við Dysnes í Arnarneshreppi, örstutt sunnan við Hjalteyri. Hafnaraðstaða þykir vera framúrskarandi góð, og staðurinn er miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur og því vel í sveit settur að því er vinnuafl snertir. Gerðar hafa verið margvíslegar rannsóknir, svo sem að því er varðar veðurfar og vindmælingar, jarðveg og gróðurfar. Ekki er nú vitað, hvort né hvenær af þessu verður, en það er mín skoðun, að ef svona rekstur kæmi upp á Eyjafjarðarsvæðinu, mundi það verða mjög til framdráttar atvinnuuppbyggingu og leiða af sér aukna hagsæld og fjölbreytni í héraðinu." — Eru skoðanir skiptar um álver við Eyjafjörð? „Með aukinni umræðu og meiri kynningu, sem orðið hefur um þetta mál, hefur andstaðan við stóriðju hér minnkað. Ég tel slíkt fyrirtæki nú ekki vera meiri framkvæmd heldur en bygging síldarverksmiðjunnar var á árinu 1937. Síldarverk- smiðjan var stóriðja á þess tíma mælikvarða. Hér störfuðu um 120 manns sumar eftir sumar, og hingað sóttu til dæmis margir námsmenn annars staðar frá, og sumarvinnan sú létti vissulega undir með mörgum þeirra. I gömlum skjölum Kveldúlfs hf. má sjá mörg bréf frá námsmönnum, sem á miðjum vetri falast hér eftir sumarvinnu." — Fórst þú til Kanada sumarið 1984 til þess að skoða álver? „Stóriðjunefnd bauð mér sem oddvita hreppsins Löndunarkranar sildarverksmiðjunnar á Hjalteyri. Ljósm. Þóröur Ingimarsson 242 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.