Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 34
FRÆÐSLUMÁL Elís Þór Sigurósson, æskulýósfulltrúi: Vinnuskólinn á Akranesi í breyttu rekstrarformi f flestum stærri sveitarfélögum og þéttbýliskjörnum standa sveit- arstjórnir fyrir sumarvinnu fyrir börn og unglinga. Vinnuskólar eöa unglingavinna er algengasta lausnin á þessari starfsemi. Vinnuskólar á vegum sveitarfélaga eru mjög misjafnir og breytilegt rekstrarform frá einum til annars. Par ræður mestu atvinnu- ástand í sveitarfélaginu og fram- boö á vinnu fyrir unglinga á al- mennum vinnumarkaöi. Einn þessara vinnuskóla, sem endurskipulagður hefur veriö þannig, aö hann þjóni beturvinnu- markaöinum nú, er vinnuskólinn á Akranesi. Þess vegna ætla ég í ör- stuttu máli að segja frá rekstri hans hér. Veturinn 1982-1983 var sett saman nefnd á vegum Akranes- kaupstaöar, sem endurskipuleggja skyldi rekstur vinnuskólans. í þeirri nefnd sátu auk mín bæjartækni- fræðingur, félagsmálastjóri og garöyrkjustjóri. Þessi nefnd breytti mjög öllu rekstrarformi skólans meö þaö aö markmiði aö ná af hon- um ,,letigarða“-nafnbótinni. Eftir þessu breytta rekstrarfyrirkomu- lagi er vinnuskólinn nú aö hefja fjórða starfsár sitt. Vinnuskólinn er rekinn af æsku- lýösnefnd Akraness í umboði bæjarstjórnar. í vinnuskólanum á Akranesi eru eingöngu unglingar 14, 15 og 16 ára, eöa þeir, sem eru fæddir á ár- inu 1970, 1971 og 1972. Allirungl- ingarnir vinna 7 tíma á dag í þrjá mánuði, júní, júlí og ágúst, og er þaö mjög langur vinnutími, miðað viö aöra vinnuskóla. Eitt mjög veigamikið atriöi viö endurskipulagningu á skólanum var aö fækka verulega öllum flokk- um. Nú eru 5-8 manns í hverjum flokki, og hver flokkur hefur einn flokksstjóra, sem vinnur meö ungl- ingunum. Þegar vinnuskólinn á Akranesi var færöur í þaö horf, sem hann er í nú, var lögö niður garðyrkjudeild bæjarins í þeirri mynd, sem hún var í, en áður hafði garöyrkjudeildin ráöiö til sín 25-30 manna lið, sem sá um gróðursetningu sumar- blóma og almenn þrif á bæjar- landinu. Hluti þessara starfsmanna var ráöinn sem flokksstjórar, en sparn- aður af því varö mikill, bæði í ódýr- ari starfsmönnum og ekki síður því, aö þaö, sem unglingar gróöursetja og lagfæra, ganga þeir miklu betur um, þannig að til undantekninga heyrir nú, aö skemmdarverk séu unnin á þessum stööum. Öll vinna vinnuskólans er seld út. Og gildir einu, fyrir hvern unniö er. Meö þessu móti er vinnuskól- inn gerður fjárhagslega sjálfstæö- urog veröuraö standa undirsérog öllum rekstri sínum meö útseldri vinnu. í ár er gert ráö fyrir, aö bæj- arsjóður Akraness greiði aöeins kr. 295.000 meö rekstri vinnuskól- ans. Strax surtiariö 1983 var farið aö leigja vinnuflokka út til einstakl- inga og fyrirtækja. Þá þegar var skólanum sérstaklega vel tekiö, og hefur sú vinna aukizt mikiö og er nú um 30-40% af heildarvinnu vinnuskólans. Vinnan fyrir fyrirtæki og stofnanir er mjög fjölbreytt, allt frá upp- og útskipun á fiski til uppsetningar á vinnupöllum, málningarvinnu og standsetningar og viðhalds lóöa. Unglingar vinna bæöi einir sér og meö starfsmönnum fyrirtækjanna. Eins fór vinnuskólinn af staö meö garðaþjónustu fyrir ellilífeyr- isþega og öryrkja, og er sú þjón- usta jafnframt mjög mikið notuö. Þessa þjónustu er hægt aö panta í eitt skipti eða allt sumariö, allt eftir óskum hvers og eins. Þessi vinna er mjög vinsæl hjá unglingunum, enda er þeim sérstaklega vel tekiö af ellilífeyrisþegunum. Fyrir þessa þjónustu greiöa þeir, sem hennar njóta, 25% af raunkostnaði. Vinnuskólinn greiöir unglingun- um full laun samkvæmt taxta viö- komandi aldurs, og launin voru á síðastliðnu sumri eins og hér segir: Fyrir 16 ára: kr. 102 á klst. Fyrir 15 ára: kr. 87 á klst. Fyrir 14 ára: kr. 77 á klst. Yfirstjórn vinnuskólans á Akra- nesi er þannig: Æskulýðsfulltrúi: Hann sér um daglegan rekstur og fjárhagsáætl- anagerö. Vinnustjóri: Sér um skrifstofu- hald skólans og ýmis önnur verk tengd daglegum rekstri. Verkstjóri: Stjórnar vinnuflokk- unum, sér um, aö þeir hafi ætíð næg verkefni, tæki, efni og áhöld. Hann leiðbeinir flokksstjórum um rétt vinnubrögö, tekur út verk, þegar þeim er lokið, og segirtil um, hvort þau séu rétt unnin eöa ekki. Vélamaður: Sér um allt viöhald og viögeröir á vélum og verkfærum skólans. Vinnuskólinn rekur eigið vélaverkstæði og annast þannig allt viöhald á tækjum sínum. Verk- 248 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.