Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 14
LANDSÞING Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra: Skrióur á endurskoðun verkaskiptingarinnar Ávarp við setningu landsþingsins Herra þingforseti, góðir lands- þingsfulltrúar og gestir. Mér er það sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur við upphaf þessa 13. landsþings Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Við kosningarnar á sl. vori urðu, eins og alltaf áður, verulegar breytingar á sveitarstjórnum. Ég sakna því hér margra góðra sveit- arstjórnarmanna, sem ég hefi áður átt samleið með og samstarf við. Þetta er eðli sveitarstjórnanna. í staðinn hefur komið nýr hópur sveitarstjórnarmanna, sem ég býð velkominn til starfa að málefnum sveitarfélaga. Ég vona, að ég sem félagsmálaráðherra megi eiga gott samstarf við þetta nýja fólk í sveit- arstjórnunum svo og alla aðra sveitarstjórnarmenn. Á sl. ári átti Samband íslenzkra sveitarfélaga 40 ára afmæli. Ég hefi átt þess kost að fylgjast með málefnum þess nær því frá byrjun. Það hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess sem málsvari og samstarfsvettvangur sveitarfélag- anna. Okkur, sem lengi höfum unnið að sveitarstjórnarmálum, hefur oft fundizt miða hægt í ýmsum hags- munamálum sveitarfélaganna. Samt er það svo, að mikill árangur hefur náðst á ýmsum sviðum fyrir þrotlaust starf Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga. Landsþingið hefur í sínum höndum æðsta vald í málefnum sambandsins. Þær ákvarðanir, sem hér eru teknar, og þær sam- þykktir, sem hér eru gerðar, eru því mjög þýðingarmiklar fyrir sveitarfélögin. Ég tel rétt að gera hér nokkra grein fyrir ýmsum málum, sem undanfarið hefur verið unnið að á vegum félagsmálaráðuneytisins og sérstaklega snerta sveitarfé- lögin. Nýju sveitarstjórnarlögin Sl. vor voru samþykkt ný sveit- arstjórnarlög, sem að ýmsu leyti munu marka tímamót í málefnum sveitarfélaganna. Undirbúningur þessarar lagasetningar hafði stað- ið lengi yfir og mjög verið til hans vandað. M.a. var frumvarpið sent til umsagnar allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Miklar umræður fóru fram um sveitarstjórnarlagafrumvarpið á Alþingi, og fjölmiðlar gáfu því tals- vert rúm. Hjá sveitarstjórnar- mönnum sjálfum var mjög góð samstaða um meginatriði frum- varpsins. Sú gagnrýni, sem uppi var höfð á Alþingi, kom frá öðrum en sveit- arstjórnarmönnum. Hún var eink- um tvíþætt: Annars vegar var gagnrýnt að leggja niður sýslu- nefndir og hins vegar, að ekki skyldi vera gert ráð fyrir að taka strax upp þriðja stjórnsýslustigið. Varðandi þessa gagnrýni er alveg Ijóst, að það var eindreginn vilji sveitarstjórnarmanna að leggja niður sýslunefndakerfið. Engin samstaða var meðal sveitarstjórnarmanna um að taka upp þriðja stjórnsýslustigið, og ég sá því engan grundvöll fyrir því á þessu stigi málsins. í þessu sam- bandi þykir mér rétt að minna á ályktun 12. landsþings Sambands íslenzkra sveitarfélaga, þar sem lagt er til, að í landinu verði tvö stjórnsýslustig, sveitarfélögin og ríkisvaldið. Nú er framundan að móta fram- kvæmd hinna nýju sveitarstjórnar- laga. Þar mun m.a. reyna á ykkur, sem sitjið í sveitarstjórnunum. Fé- Atexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, flytur ávarp sitt á landsþinginu. 228 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.