Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 46
KVNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Stefán Jón Bjarna- son sveitarstjóri í Mióneshreppi Stefán Jón Bjarnason, bæjar- stjóri á Dalvík, hefur veriö ráöinn sveitarstjóri Miöneshrepps frá 20. ágúst sl. Hann var kynntur í 5. tbl. 1982. Séra Oddur Einars- son bæjarstjóri í Njaróvíkurkaupstað Séra Oddur Einarsson, sóknar- prestur á Skagaströnd, hefurverið ráðinn bæjarstjóri í Njarðvíkur- kaupstað frá 1. ágúst. Hann er fæddur í Reykjavík 13. janúar 1953, og eru foreldrar hans Sig- ríður Guðjohnsen og Einar Sigur- jónsson, bókbindari þar. Oddur lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1973 og kandídatsprófi í guðfræði frá Há- skóla íslands árið 1981. Samhliða námi starfaði hann í fjármálaráðu- neytinu og sem lögregluþjónn á sumrin. í desember 1981 réðst hann sem sóknarprestur í Höfða- kaupstaðarprestakalli og hefur gegnt því starfi síðan. Jafnframt hefur hann starfað sem stunda- kennari við grunnskólann á Skagaströnd, verið gjaldkeri f Landsbankaútibúinu á staðnum og unnið sem skrifstofustjóri Höfða- hrepps. Kvæntur er Oddur Unu Dag- björtu Kristjánsdóttur úr Reykja- vík, og eiga þau fjögur börn. Vilhjálmur Grímsson sveitarstjóri Vatns- leysustrandarhrepps Vilhjálmur Grímsson, bæjar- tæknifræðingur í Keflavík, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Vatns- leysustrandarhreppi frá 15. júlí. Hann er fæddur 3. ágúst 1942 í Þórshöfn í Færeyjum, og eru foreldrar hans Ingibjörg Guttorms og Grímur Guttormsson, sem bæði eru færeysk, en Vilhjálmur hefur alizt upp hér á landi frá tveggja ára aldri. Vilhjálmur stundaði nám í lýð- háskóla í Noregi og í Tækniskóla Óslóborgar. Starfaði hann síðan í tvö ár á verkfræðistofu í Ósló, en réðst til Keflavíkurkaupstaðar á árinu 1967 og hefur starfað þar óslitið síðan. Kvæntur er Vilhjálmur Vigdísi Pálsdóttur úr Reykjavík, og eiga þau fjögur börn. Vilhjálmur var stofnandi Samtaka tæknimanna sveitar- félaga - SATS - fyrir tiu árum og var formaður þeirra fyrstu sex árin. Hann hefur einnig verið lands- forseti JC-hreyfingarinnar á íslandi. Pétur Friðrik Þórðar- son sveitarstjóri Kjalarneshrepps Pétur Friðrik Þórðarson, skóla- stjóri grunnskólans á Eiðum, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Kjalar- neshrepps frá 15. ágúst sl., og er það í fyrsta skipti, sem ráðinn er sveitarstjóri í hreppnum. Ólafur Guðjónsson hefurstarfað þarsem rekstrarstjóri sl. fjögur ár. Pétur er fæddur 25. maí 1951 á Reyðarfirði, og er móðir hans Steinunn Guðnadóttir, húsmóðir, en faðir hans, Þórður Benedikts- son, bankaútibússtjóri á Egils- stöðum, léztárið 1977. Þórðurvar þar hreppstjóri og átti sæti í hreppsnefnd um árabil. Pétur lauk prófi frá Kennara- skóla íslands árið 1973, var kennari í Stykkishólmi 260 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.