Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR QG ÚTIVIST tÞRÓTTAMtS ö*a GA-lanULMtiXC CAiiÞÁKXltóKT Afstödumynd, sem sýnir íþróttahúsiö og skólahúsin ínágrenni þess. íþróttahúsiö erlengsttil vinstriámyndinni. Slitnalínan þvertyfirhúsiðgefurtilkynna, aöaöeins hálft húsiö hefurveriö byggt. Heildarverð 1. áfanga framreikn- að á verðlagi janúarmánaðar 1986, þegar húsið var tekið í notkun, er um það bil 56 milljónir króna. í þessum 1. áfanga er íþróttasal- ur, sem er 23x29 metrar að stærð. Með því að skipta salnum er hægt að kenna tveimur hópum samtím- is. í salnum er löglegur keppnis- völlur í körfubolta, blakvöllur, 3 badmintonvellir og handboltavöll- ur, sem ekki er löglegur keppnis- völlur fyrr en húsið er komið í fulla stærð. Hver völlur er auðkenndur með sérstökum lit á gólfi. í austurálmu byggingarinnar er áhaldageymsla, búningsherbergi, 4 kennaraherbergi ásamt anddyri og afgreiðslu. í vesturálmu, sem ekki er fullbúin enn, verður að- staða fyrir áhorfendur ásamt rými fyrir loftræstibúnað. Pótt þessi áfangi hússins sé tek- inn í notkun, er hann alls ekki full- búinn. Vesturálma er ófrágengin, loftræstibúnað vantar í salinn, og áhorfendabekkir, sem koma eiga á norðurvegginn, eru ekki komnir. Einnig er gert ráð fyrir, að klæðning komi í salarloftið. Einn galli fylgir áfangabyggingu sem þessari, og hann er sá, að þegar áfanganum lýkur, er hætta á, að framkvæmdir stöðvist alveg um langan tíma. Ég er þeirrar skoðun- ar, að reynt verði að halda áfram við næsta áfanga, þótt dregið sé úr framkvæmdahraða, þannig að inn- an fárra ára sé hægt að Ijúka þess- ari byggingu. Eins og áður sagði, teiknaði Stefán Jónsson, arkitekt, húsið. Verkfræðistofa Benedikts Boga- sonar, Borgartúni 23 í Reykjavík, sá um útreikninga á burðarþoli og aðra verkfræðivinnu; Verkfræði- stofan Kvasir hf., Ármúla 11 í Reykjavík, Hafsteinn Blandon, hannaði loftræstingarkerfi og Ólafur Gíslason, raftæknifræðing- ur, Hofteigi 22 í Reykjavík, raf- lagnir. Trésmiðjan Borg hf. á Sauðár- króki hefur verið yfirverktaki allan byggingartímann og yfirsmiður Bragi Skúlason, byggingarmeist- ari. Margir undirverktakar tóku síð- an að sértiltekna þætti. Tæknideild bæjarins hafði umsjón og eftirlit með verkinu í heild. Við vígslu hússins færði Tré- smiðjan Borg hf. íþróttahúsinu að gjöf samtals 56 keppnis- og æfingabolta og Búnaðarbankaúti- búið á Sauðárkróki keppnistöflu. Nýja íþróttahúsið bætir úr brýnni þörf skólanna í bænum, bæði grunnskólans og fjölbrautaskól- ans, sem hafa báðir vaxið ört á liðnum árum. En húsið er ekki aðeins skólamannvirki. Hér geta hin frjálsu félög íþróttafólks, klúbb- ar og einstaklingar fengið aðstöðu til íþróttaiðkana, en í boltaíþróttum hefur íþróttafólk orðið að fá annars staðar inni með heimaleiki sína. Með auknum tómstundum bæjar- búa og fjölgun ungmenna í skólun- um er ekki vafi á, að íþróttahúsið bætir úr brýnni þörf til líkamsræktar og íþróttaiðkana. SVEITARSTJÓRNARMÁL 247

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.