Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 45
HAFNAMÁL
Ársfundur Hafnasam-
bands sveitarfélaga
Ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga, hinn 17. i röðinni,
verður haldinn á Akranesi og í
Borgarnesi 30. og 31. október.
Fundurinn hefst á Akranesi eftir
komu Akraborgar frá Reykjavík kl.
11.15. Par flytja ávörp Ingimundur
Sigurpálsson, bæjarstjóri á Akra-
nesi, og Matthias Bjarnason, sam-
gönguráðherra. Formaður Hafna-
sambandsins, Gunnar B. Guð-
mundsson, flytur skýrslu stjórnar
fyrir starfsárið 1985 -
1986, Gylfi isaksson, verkfræð-
ingur, fjallar um fjárhagsstöðu og
gjaldskrár hafna; Hermann Guð-
jónsson, hafnamálastjóri, flytur
framsöguerindi um hlutverk og
starfsemi Hafnamálastofnunar
ríkisins, og Gunnbjörn Marinós-
son, deildarfulltrúi hjá Reykja-
víkurhöfn, fjallar um tölvuvæðingu
hafna.
Eftir kvöldverð i boði hafnar-
stjórnar Akraness verður ekið til
Borgarness, gist þar og haldið
áfram fundarstörfum síðari dag-
inn. Þá flytur Gísli Viggósson,
deildarverkfræðingur í Hafnamála-
stofnun, erindi um hreyfingar
skipa í höfnum, og rætt verður um
öryggismál í höfnum og um
reglugerð um hafnamál. Um
kvöldið sitja þingfulltrúar kvöld-
verðarboð Borgarneshrepps.
UMFERÐARMÁL
Umferðartálminn í notkun á Miklubraut i Reykjavík. Lengst til vinstri á myndinni er
hann lagður saman, og síðan sýndur útdreginn. Á myndinni eru Skúli Bjarnason,
lengst til vinstri, Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráós, og Beinteinn
Sigurðsson, trésmiður, annar eigenda trésmíóaverkstæóisins i Hafnarfirói. Björn
Pálsson í Hraðmyndir tók myndirnar.
Ný gerð umferdartálma
Þegar skyggja tekur á haustin,
er enn meiri nauðsyn en áður að
auðkenna opna skurði og grunna
og aðra þá staði, þar sem jarð-
vegsvinna er í gangi. Oft eiga
tæknimenn og verkstjórar í basli
með að finna hentugan búnað til
notkunar í þessu skyni. Nú er
kominn á markað svokallaður
,,umferðartálmi“, sem kynntur
hefur verið Sveitarstjórnarmálum.
Það er Trésmiðaverkstæði Benna
og Skúla hf. í Hafnarfirði, sem
hafið hefur framleiðslu á slíkum
búnaði. Hann er fólginn í eins
konar harmonikugirðingu, sem
unnt er að draga sundur og leggja
saman. Tálmar þessir eru úr tré og
vega aðeins 18 kg, eru 100 sm á
hæð og geta verið 6,5 m að lengd
fullútdregnir, en saman lagðir eru
þeir aðeins 75 cm. Ef merkja þarf
samfellt lengri vegalengd, má
tengja saman þessar einingar með
tveimur boltum.
Tálmar þessir eru í áberandi
litum, gulir og rauðir, og eru
endurskinsmerki áföst á hverjum
rimi. Sjást þeir því vel úr fjarlægð,
enda er hæð þeirra miðuð við Ijós
bifreiða. Vegna þess hve léttir þeir
eru og meðfæranlegir, er auðvélt
að flytja þá milli staða og þeir eru
fyrirferðarlitlir, meðan þeir eru í
geymslu í áhaldahúsi.
,,Við byrjuðum að framleiða
umferðartálmana í apríl á sl. vori,“
sagði Skúli Bjarnason, annar
eigenda trésmíðaverkstæðisins,
er hann kynnti okkur þessa
nýjung. ,,Við höfðum samráð við
tæknimenn bæði hjá Hafnar-
fjarðarbæ og Reykjavíkurborg og
skrifstofu Umferðarráðs, og hafa
þeir allir gefið þessu mjög góða
dóma. Telja þeir þessa merku
nýjung geta orðið til aukins
öryggis vegfarenda og bægt frá
umferð ökutækja, þegar loka þarf
götum vegna framkvæmda eða
slysa,“ sagði Skúli Bjarnason.
Eins og áður segir, eru
umferðartálmar þessir smíðaðir á
Trésmíðaverkstæði Benna og
Skúla hf., Hjallahrauni 7 í
Hafnarfirði, og er símanúmer þar
91-52348.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 259