Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 16
LANDSÞING er gert ráö fyrir aö halda árlega tvo reglulega samráðsfundi þessara aðila. Þar er fjallað um samskipta- mál ríkis og sveitarfélaga, skipzt á upplýsingum og reynt að sam- ræma stefnuna f mikilvægum málaflokkum. Samstarfssáttmálinn gilti í tvö ár. Á samráðsfundi, sem haldinn var í nóvember sl., voru aðilar sammála um, að reynslan af þessu samstarfi væri góð, og samþykkt var að framlengja sáttmálann til næstu tveggja ára. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Á undanförnum árum hefur mik- ið verið rætt um nauðsyn breyt- inga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Bæði alþingismenn og sveitarstjórnarmenn hafa lýst yfir vilja sínum, að slíkar breyting- ar verði gerðar. Yfirleitt hefur umræðan snúizt í þá átt, að verkaskiptingin yrði gerð einfaldari heldur en nú er og að saman fari frumkvæði, fram- kvæmd og fjárhagsleg ábyrgð í hinum einstöku málaflokkum. Hjá mörgum hefur líka komið fram vilji til þess að auka verkefni sveitar- félaganna. Nokkrar nefndir hafa verið starf- andi, sem fjallað hafa um þetta mál, og liggur í því efni fyrir mikið magn af upplýsingum og tillögum. Nánast ekkert hefur þó orðið úr framkvæmdum um alllangt skeið, sem sjálfsagt ber því vitni, að hér er ekki um neitt einfalt né auðleyst mál að ræða. í tengslum við samráðsfund rík- is og sveitarféiaga, sem haldinn var í júní sl., var gert um það sam- komulag, að félagsmálaráðherra skipi starfshóp, sem hafi það hlut- verk að gera tillögur um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga í skýrt afmörkuðum áföngum. Jafnframt skipi fjármálaráðherra starfshóp til þess að gera tillögur um breytingar á fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna tillagna um breytta verka- skiptingu þessara aðila. Nokkurn tíma hefur tekið að koma þessum starfshópum á laggirnar, en ég vænti þess, að þeir geti hafið störf í næstu viku. Ég legg áherzlu á, að ekki er hægt að gera slíkar breytingar nema ákvæði um fjármögnun liggi jafn- framt fyrir. Ég mun leggja mikla áherzlu á, að nú komist skriður á þessi mál, en ég hefi ekki trú á, að farsæl lausn fáist nema með góðri sam- vinnu og samkomulagi sveitarfé- laganna og ríkisvaldsins. Einhliða yfirlýsingar í fjölmiðlum og fjöldi fundarsamþykkta er að mínu mati ekki það, sem líklegast er til að stuðla að farsælli lausn. Ákvarðan- ir verða ekki teknar nema í sam- ráði við sveitarfélögin. Aukió misvægi milli landshluta inni, þ.e. fiskveiðum, fiskvinnslu og landbúnaði. Sjávarútvegurinn hefur einnig gengið í gegnum mjög erfitt tíma- bil vegna aflatakmarkana. Sam- drátturinn í landbúnaðinum hefur komið hart niður í sveitum og einnig haft mikil áhrif á mörgum þéttbýlisstöðum úti á landsbyggð- inni. Fjölmiðlaumræðan hefur oft verið mjög neikvæð í garð lands- byggðarinnar og þeirra atvinnu- greina, sem þar eru einkum stundaðar, og ef til vill átt sinn þátt í að draga kjark úr fólki. Það er engum landshluta til góðs, að sú þróun haldi áfram, að aukið misvægi skapist milli þétt- býlisins á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og annarra landshluta. Okkur mun því aðeins vegna vel, að hér búi ein þjóð í einu landi með svip- uð lífskjör og öryggi. Stjórnsýslustigin aöeins tvö Undanfarið hefur farið fram all- mikil umræða um það misvægi, sem hefur verið að aukast milli landsbyggðarinnar annars vegar og Stór-Reykjavíkursvæðisins hins vegar. Á áttunda áratugnum var mikil atvinnuuppbygging um allt land, og landsbyggðinni tókst að halda sæmilegu jafnvægi gagn- vart Reykjavíkursvæðinu. Nú, síðustu árin, hafa mál þessi snúizt mjög til verri vegar fyrir landsbyggðina. Margs konar fram- kvæmdir hafa þar dregizt mikið saman, íbúafjölgun hefur þar viða stöðvazt og jafnvel orðið um veru- lega fækkun að ræða. Þetta gerist á sama tíma og mikil uppbygging og veruleg fólksfjölgun á sér stað á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Orsakir þessa vanda eru að sjálfsögðu margþættar. Þar má benda á verðbólguþróunina eftir 1980, en hún bitnaði mjög hart á þeim atvinnugreinum, sem aðal- lega eru stundaðar á landsbyggð- Engan þarf að undra, þótt við þessar aðstæður leiti landsbyggð- in leiða til þess að rétta sinn hlut. Umræðan um þriðja stjórnsýslu- stigið tengist þessu. Ýmsir, sem um það hafa fjallað, telja sig þar sjá leið til að flytja völd, áhrif og ákvarðanatöku heim í héruðin og að jafnframt mundi það stuðla að aukinni þjónustu þar. [ þessu sambandi hefur verið vitnað til nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum. í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð er þriðja stjórn- sýslustigið lögbundið. I Finnlandi eru stjórnsýslustigin aðeins tvö, þ.e. ríki og sveitarfélög. Ég hefi verið þeirrar skoðunar, og hefi raunar oft látið hana í Ijós, að stjórnsýslustigin hér eigi að- eins að vera tvö. Við erum fámenn þjóð, sem býr við sérstakar að- stæður, og það á ekki alltaf við að taka hér upp kerfi, sem notuð eru hjá milljónaþjóðum. Mér er einnig kunnugt um, að hjá nágrannaþjóð- 230 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.