Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 29
SAMTALIÐ ásamt nokkrum öðrum til Kanada til þess að skoða álver kanadíska fyrirtækisins Alcan, sem þá var að athuga möguleika á að byggja álver hér. Mér Ieizt vel á þá starfsemi alla, og ekki voru þar sjáanleg áhrif Skólahúsið á Hjalteyri. Ljósm. Sveinn Ingimarsson mengunar á gróður, sem þar var fagurgrænn alveg upp við verksmiðjuvegg. Ferðin var afar fróðleg, og það er trú mín, að landbúnaði í héraðinu yrði ekki háski búinn af þesskonar iðnrekstri hér.“ — Eru einhver býli hreppsins „merkari’* en önnur? „Því er vandi að svara, ef spurt er, hvort einn bær sé merkari en aðrir. Ef þú spyrð um sögustað, þá átt þú sennilega við Möðruvelli í Hörgárdal. Þar sátu amtmennirnir hver fram af öðrum, og þar var Möðruvallaskóli, sem fluttist síðar til Akureyrar, fyrst sem gagnfræðaskóli og síðan menntaskóli. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Ræktunar- félag Norðurlands reka þar tilraunastarfsemi á sviði landbúnaðar. Þar eru fóðurrannsóknir og kalrannsóknir, og þar eru kannaðir eiginleikar íslenzka refsins með tilliti til kynblöndunar og ræktunar.“ Hjalteyri. Myndina tók Mats Wibe Lund haustið 1986. - Hreppurinn ól eitt þjóðskáldanna? „Meira en eitt. Þú átt vafalaust við Davíð Stefáns- son, sem var frá Fagraskógi í Amarneshreppi, en Hannes Hafstein var líka fæddur í hreppnum, það er á Möðruvöllum. Faðir hans, Pétur Hafstein, var amtmaður þar, og þar ólst Hannes upp.“ U. Stef. MENNINGARMÁL Skóla- og menningarfulltrúi ráóinn á Akureyri Akureyrarbær hefur ráðið sér- stakan skóla- og menningarfull- trúa. í starfið var ráðinn Ingólfur Ármannsson, áður skólastjóri Síðuskóla á Akureyri. Ráðning í þetta starf er hluti breytingar á skipulagi stjórnkerfis bæjarins. Starfið er fólgið annars vegar I um- sjón með skólamálum og hins veg- ar umsjón með menningarmálum á vegum bæjarins. Áætlað er, að tveir þriðju hlutar starfsins verði i þágu skólamála. Samhliða þessari breytingu var sett á stofn sérstök menningarmálanefnd, sem tekur við yfirumsjón með söfnum og sjóðum á vegum bæjarins. Söfn þessi eru Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafn, Davíðshús og Sigurhæðir, húsfriðunarsjóður og menningarsjóður. Hver þessara stofnana og sjóða hafði áður sér- staka stjórn. Að öðru leyti er unnið að gerð starfslýsingar, sem siðan verður endurskoðuð að ári að fenginni reynslu. SVEITARSTJÓRNARMÁL 243

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.