Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 9
LANDSÞING - Löggjöf varðandi mengunar- varnir, hvort heldur í lofti, sjó eða á landi, verði endurskoð- uð með hliðsjón af breyttri yfir- stjórn umhverfismála. Verði með því móti reynt að bæta úr ágöllum í núgildandi löggjöf. - Efldir verði fjárfestingarsjóðir eða fundnar aðrar leiðirtil þess að aðstoða sveitarfélög við að fjármagna dýrar framkvæmdir vegna úrbóta i mengunarmál- um. Mengunarvarnir vió fiskeldisstöövar Þingið vekur athygli sveitar- stjórnarmanna á þeirri mengunar- hættu, sem er samfara rekstri fisk- eldisstöðva. Mun láta nærri, að frárennsli frá eitt þúsund tonna fiskeldisstöð samsvari úrgangi frá borg á stærð við Reykjavík. Felur þingið stjórn og fulltrúaráði sam- bandsins að beita sér fyrir aukinni kynningu á þessu máli og á þeim mengunarvörnum, sem við verður komið. G róóurvernd Þingið skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að veita stórauknu fé í þá sjóði, sem stuðla að uppgræðslu landsins og skógrækt. Jafnframt telur þingið nauðsynlegt, að gert verði átak í gróðurvernd til þess að stemma stigu við þeirri gróður- eyðingu, sem nú á sér stað. Efld verði samvinna sveitarfélaga, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og áhugamannafélaga. Þá verði fræðsla og aðstoð við al- menning á þessu sviði aukin. Aukiö sjálfstæöi sveitar- stjórna í skipulagsmálum Þingið beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðherra, að við endur- skoðun skipulagslaga verði sjálf- stæði sveitarfélaga og samtaka þeirra í skipulagsmálum aukið verulega frá því, sem nú er. Jafn- framt verði þeim tryggt nægilegt fjármagn til þess að annast þessa starfsemi. Álit allsherjarnefndar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafði orð fyrir allsherjarnefnd þingsins, og síðan urðu allmiklar umræður um einstakar tillögur nefndarinnar. Nefndin hafði orðið sammála um að mæla með tillögum varð- andi breytingar á lögum sam- bandsins, og hlutu þær einróma samþykki. Breytingar á lögum sambandsins Samþykktar voru breytingar á lögum sambandsins svofelldar: a) Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi: ,,Fallí niður umboð bæði aðal- manns og varamanns hans í stjórn eða fulltrúaráði, skal fulltrúaráðið kjósa menn í stað þeirra til loka kjörtímabilsins." b) Við 15. gr. bætist ný máls- grein, svohljóðandi: „Stjórnin getur skipað fasta- nefndir til að fjalla um einstök mál eða málaflokka. Umboð slikra nefnda fellur niður við stjórnar- skipti." Þá var svofelld tillaga stjórnar- innar samþykkt: XIII. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkir að fela stjórn sambandsins að taka til endurskoðunar 4. gr. laga sam- bandsins með hliðsjón af breyt- ingum á fjölda og stærð sveitar- félaga í landinu frá stofnun sam- bandsins. Verði niðurstaða stjórn- arinnar lögð fyrir XIV. þing sam- bandsins að undangenginni um- fjöllun í fulltrúaráði þess. Fjórða grein laga sambandsins segir m.a. til um, hve marga full- J trúa hvert sveitarfélag kýs á lands- j þing miðað við íbúatölu sína. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga Hér fara á eftir ályktanir þær, sem landsþingið gerði að tillögu allsherjarnefndar: XIII. landsþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga lýsir stuðn- ingi við meginatriði þeirra tillagna, er fram koma í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Þingið fagnar ákvæðum, sem rýmka rétt sveitar- félaga til þess að ákveða nýtingu tekjustofna sinna sjálf, og bendir á, að eðlilegt er að fela sveitarfé- lögunum fullt og óskorað vald í þeim efnum. Sérstaklega er lýst yfir stuðningi við fækkun undan- þága frá álagningu fasteignaskatta og aðstöðugjalda. Þingið vísar frumvarpinu til stjórnar sambandsins til frekari umfjöllunar, einkum um þau ákvæði frumvarpsins, sem fjalla um hlutverk jöfnunarsjóðs. Skal í því sambandi sérstaklega at- hugað, hvort unnt sé að einfalda fjármálaleg samskipti rikis og sveitarfélaga. Fram kom tillaga um að vísa frá síðustu setningu fyrri málsgreinar tillögunnar, en var felld með 53 at- kvæðum gegn 31. Lög um félagslegar íbúóabyggingar — verka- mannabústaöakerfiö — Þingið telur mjög brýnt að taka nú þegartil heildarendurskoðunar löggjöfina um félagslegar íbúða- byggingar. Reynslan hefur sýnt, að núver- andi kerfi er gallað og hefur ekki þróazt í samræmi við markmið lag- anna. Má í þessu sambandi sér- staklega benda á ákvæði um kaupskyldu sveitarfélaga svo og ákvæði um mat á innleystum íbúðum. Nú þegar hefur skapazt alvar- legt ástand víða um land vegna óvissu um framkvæmd laganna, SVEITARSTJÓRNARMÁL 223

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.