Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 10
LANDSÞING jafnt hjá sveitarfélögum sem ein- staklingum. Þingiö fer þess eindregið á leit, aö fulltrúar sveitarfélaganna eigi aöild aö þeirri endurskoðun. Útibú frá Húsnæöisstofnun ríkisins Þingið skorar á félagsmálaráö- herra að hlutast til um, aö nú þeg- ar veröi komið á fót útibúum frá Húsnæöisstofnun ríkisins, sem meöal annars hafi því hlutverki aö gegna að leiðbeina húsbyggjend- um, íbúðarkaupendum og þeim fjölda einstaklinga, sem rétt eiga á aöstoö vegna greiösluerfiöleika eða hafa ekki getað lokiö við smíði íbúöa sinna vegna fjárskorts. Samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga Þingið fagnar gerö samstarfs- sáttmála ríkis og sveitarfélaga og telur, aö meö gerö þessa sáttmála hafi skapazt réttur og jafnframt mikilvægur vettvangur fyrir aöila að vinna aö framgangi þeirra mála, er varöa samskipti ríkis og sveitar- félaga. Þingiö leggur þó áherzlu á, aö í slíku samstarfi þarf aö gæta gagnkvæmrar virðingar. Þaö er með öllu óþolandi, aö án nokkurra viöræöna séu lögbundnar tekjur sveitarfélaga stórlega skertar viö afgreiöslu fjárlaga og lánsfjárlaga. Sú reynsla, sem þegar er feng- in, undirstrikar þrátt fyrir þaö mikil- vægi þess, aö talsmenn beggja aöila haldi meö sér fundi reglu- lega, kynni viðhorf sín og tillögur og stuðli aö lausn ágreiningsmála. Rekstur sjúkrahúsa sveitarfélaga Þingið er mótfallið því, aö sjúkrahús sveitarfélaga verði sett á föst fjárlög. Þingið telur hins vegar nauösynlegt, aö daggjalda- kerfiö veröi endurskoöaö frá grunni og að þeir gallar, sem á því kunna aö vera, verði lagfæröir. Tillögu um frávísun við megin- efni þessarar ályktunar var vísaö frá meö 36 atkvæðum gegn 25. Stækkun sveitarfélaga í samræmi viö 5. gr. sveitar- stjórnarlaganna um, aö lágmarks- íbúatala í sveitarfélagi hafi verið 50 í 3 ár eða lengur svo og 10. kafla laganna um eflingu og sameiningu sveitarfélaga leggur XIII. þing Sambands íslenzkra sveitarfélaga áherzlu á, að skipulega veröi unn- iö aö stækkun sveitarfélaga. Þingiö felur stjórn sambandsins aö veita félagsmálaráðuneytinu og einstaka sveitarfélögum alla þá aðstoð, sem unnt er, og jafnframt eiga frumkvæöiö aö umræöu um sameiningu sveitarfélaga. Tillögu, sem Sigurður Gunnars- son, sveitarstjóri Búðahrepps flutti um breytta greiösluhætti á barnabótum og persónuafslætti, var samþykkt að vísa til stjórnar sambandsins. Ennfremur tillögu, sem Hörður Ingimarsson, bæjar- fulltrúi á Sauðárkróki, flutti um breytingar á nýju sveitarstjórnar- lögunum, en þær hugmyndir kynnti hann undir umræöum um álit allsherjarnefndar á þinginu. Álit fræöslu- og menningarmálanefndar Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar Neskaupstaöar, kynnti álit fræöslu- og menningar- málanefndar þingsins. Aö umræðum loknum var álit nefndarinnar borið undir þingheim og samþykkt samhljóöa svofellt: Fræöslu- og menningarmál Landsþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga, hið XIII. í rööinni, leggur á þaö áherzlu, að jöfnuður í skólamálum er ein mikilvægasta forsendan fyrir jafnvægi í byggð landsins. Framlög ríkisins til skóla eru til þess aö skapa jafnrétti til náms og jafnvægi í menntun. 1. Þingið leggur áherzlu á, aö þátttaka ríkisins í skólaakstri, rekstri mötuneyta og gæzlu er til þess aö jafna aðstöðu barna og unglinga. Þingið andmælir yfirlýsingum menntamálaráöherra um nið- urskurð fjárveitinga til þess- ara þátta og minnir á, aö Sam- band íslenzkra sveitarfélaga hefur margoft lýst sig reiðu- búiö til viðræðna við ráðu- neytið um þessa þætti eins og aöra í skólarekstri. Þingið harmar, aö allar sveitarstjórnir skuli nú þurfa aö sitja undir órökstuddum ásökunum um spillingu og misnotkun þessa fjármagns og krefst þess, aö mennta- málaráöherra dragi þau um- mæli til baka. 2. Þingið hvetur eindregiö til þess, aö hraðað veröi þeirri endurskoöun, sem hafin er á lögum um grunnskóla með þaö meginmarkmið aö jafna rétt til náms. Verði lögö áherzla á þann þátt, sem lýtur aö samskiptum og kostnaöar- skiptingu milli ríkis og sveitar- félaga. 3. Breyta verður núgildandi reglum um kostnað af viðhaldi skólamannvirkja á þann veg, aö kostnaöarskiptingin fari eftir eignarhlut rikis og sveit- arfélaga. 4. Þingiö mótmælir eindregið þeim niöurskuröi, sem boö- aður hefur veriö á framlögum til sérkennslu og haröast kemur niður á þeim, er sízt skyldi. 5. Þingiö telur nauðsynlegt aö endurskoða fyrirkomulag fjár- veitinga til byggingar skóla- mannvirkja. Geröar veröi áætlanir til fjögurra ára um þessar byggingar (sbr. skyldu 224 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.