Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 47
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA 1973- 1974, í Grindavík 1974- 1976, var skólastjóri grunn- skólans í Tunguholti í Fáskrúös- firði 1976-1977 og hefur verið kennari og skólastjóri við grunn- skólann á Eiðum siðan. Kvæntur er Pétur Guðrúnu Ólafsdóttur úr Reykjavík, og eiga þau þrjár dætur. ísak Jóhann Ólafs- son bæjarstjóri á Siglufirði ísak Jóhann Ólafsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Siglufirði frá 15. ágúst sl. Jóhann er fæddur 18. febrúar 1950 I Reykjavík, og voru foreldrar hans Sigrún ísaks- dóttir og Ólafur Ólafsson, læknir. ísak lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973 og las síðan þjóðhagfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann starfaði um hríð í Danmörku og síðan í Landsbanka íslands í Reykjavík og í Ofnasmiðjunni hf. og síðastliðin fimm ár sem skrifstofustjóri hjá Vélstjórafélagi íslands. Hann er liðtækur í bridge og var í landsliði yngri spilara á árinu 1974. Kvæntur er ísak Jónu Gunnhildi Ragnarsdóttur frá Héraði, og eiga þau eina dóttur. Jón Pétur Líndal sveitarstjóri Skútustaðahrepps Jón Pétur Líndal, skrifstofustjóri Blönduóshrepps, hefur verið ráð- inn sveitarstjóri Skútustaðahrepps frá 5. september. Jón er fæddur 6. marz 1964 á Blönduósi, og eru foreldrar hans Kristín Jónsdóttir og Holti Líndal á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi. Jón brautskráðist frá Samvinnu- skólanum á Bifröst árið 1982, starfaði sem innheimtufulltrúi á sýsluskrifstofunni á Blönduósi frá 1. september 1982 til 31. janúar 1985, er hann réðst sem skrif- stofustjóri Blönduóshrepps. Jón er ókvæntur. Daníel Árnason sveitarstjóri Þórshafnarhrepps Daníel Árnason, skrifstofustjóri Hafnarhrepps í Hornafirði, hefur I verið ráðinn sveitarstjóri Þórs- hafnarhrepps frá 1. september. Hann er fæddur 16. júni árið 1959 á Kópaskeri, og eru foreldrar hans Ragnheiður Daníelsdóttir og Árni Sigurðsson á Kópaskeri. Daníel lauk námi sem fisktæknir frá Fiskvinnsluskólanum 1980 og námi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1985. Á árunum 1981-1984 starfaði hann hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en síðan 1985 hefur hann verið skrifstofustjóri Hafnarhrepps. Daníel er kvæntur Sigurhönnu Sigfúsdóttur frá Húsavík, og eiga þau eina dóttur. G uðmundur Her- mannsson sveitar- stjóri Ölfushrepps Guðmundur Hermannsson, sem verið hefur sveitarstjóri á Bíldudal, þ.e. í Suðurfjarðahreppi, frá 1. september 1979, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Ölfushrepps frá 15. ágúst sl. Hann var kynntur í 2. tbl. Sveitarstjórnarmála árið 1980. SVEITARSTJÓRNARMÁL 271

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.