Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 24
AFMÆLI
Féfag ráógjafarverk-
fræéinga 25 ára
Fyrr á þessu ári varð Félag ráó-
gjafarverkfræðinga 25 ára. i tilefni
afmælisins efnir félagið til ráó-
stefnu á Flótel Loftleiðum um
miójan nóvember. Þar verður
fjallaó um húsbyggingar og stöóu
byggingariðnaðarins nú á tímum,
en jafnframt reynt að skyggnast inn
i framtíðina.
Fyrsta ráðgjafarverkfræðistofan
hér á landi, Verkfræðistofa Sigurð-
ar Thoroddsen, tók til starfa árið
1932. Lengi vel var hún sú eina
sinnartegundareðaframyfir 1950.
Sigurður Thoroddsen var síðan
frumkvöðull stofnunar Félags ráð-
gjafarverkfræðinga. Flann hafði
samband við danska verkfræðinga
og stóð í bréfasambandi við Al-
þjóðleg samtök ráðgjafarverkfræð-
inga, FIDIC, Fédération inter-
nationale des ingénieurs conseils,
og undirbjó þannig stofnun félags
á íslandi.
Félag ráðgjafarverkfræðinga var
stofnað 21. febrúar 1961. Með
stofnun þess var fyrst og fremst
ætlunin að gæta hagsmuna félags-
manna, sem voru fáir til að byrja
með, en fjölgaði síðan ört. Mark-
miðið var að efla álit þeirra og
stuðla að faglegum vinnubrögð-
um. Má segja, að stofnun félagsins
hafi verið ráð í tíma tekið, því á
fyrstu árum sjöunda áratugarins
var mikil gróska í stofnun verk-
fræðistofa hérlendis.
Hvaó er ráögjafarverk-
fræöingur?
Verkfræðiráðgjöf er sjálfstæð at-
vinnugrein, sem felst í því að veita
þjónustu í tæknilegum efnum gegn
þóknun fyrir einstök verkefni. Sú
þjónusta felst meðal annars í því að
finna hagkvæmar leiðir fyrir við-
skiptavini að settu marki. Niður-
stöðurnar birtast síðan í greinar-
gerðum, verklýsingum, teikn-
ingum og kostnaðaráætlunum.
Ráðgjafarverkfræðingur kallast
sá verkfræðingur, sem einn eða i
samvinnu við aðra hefur verk-
fræðiráðgjöf að aðalstarfi.
Frá upphafi hefur Félag ráð-
gjafarverkfræðinga sett einstakl-
ingum og fyrirtækjum innan sinna
vébanda ákveðin skilyrði fyrir inn-
göngu í félagið. Það er gert eftir
erlendri fyrirmynd og þykir nauð-
synlegt til þess að byggja starfs-
stéttina á traustum grunni.
Eftirfarandi siðareglur eru teknar
úr lögum félagsins:
Félagsmaður getur hver sá ráð-
gjafi orðið, sem uppfyllir eftir-
farandi skilyrði:
1. Flann skal hafa lokið fullnaðar-
prófi í verkfræði frá Fláskóla
íslands, tæknifræðiprófi frá
Tækniskóla íslands eða lokið
hliðstæðu prófi frá annarri
viðurkenndri menntastofnun,
sem að mati stjórnar FRV telst
tilsvarandi undirstaða.
2. Hann skal að loknu prófi hafa
starfað full átta ár á því sviði,
sem hann hyggst stunda sem
ráðgjafi.
3. Hann skal hafa starfað a.m.k.
síðustu þrjú árin í FRV-fyrir-
tæki eða rekið sjálfstæða ráð-
gjafarstarfsemi a.m.k. síðustu
fimm árin.
4. Hann skal eiga hlutdeild í og
starfavið FRV-fyrirtæki.
238 SVEITARSTJÓRNARMÁL