Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 32
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Ástvaldur Gudmundsson, formaóur byggingarnefndar íþróttahúss á Sauóárkróki: íþróttahúsid á Sauóárkróki Fyrr á þessu ári var vígt og tekið í notkun nýtt íþróttahús á Sauðár- króki. Byggingarsaga þessa húss er orðin nokkuð löng. Nefnd til að vinna að byggingu þess var kosin á miðju ári 1978 og hélt fyrsta fund sinn í janúar 1979. Forsendur íþróttahússins Fyrsta verk byggingarnefndar- innar var að sjálfsögðu að ákveða stærð hússins og að velja því stað. Á öllum sviðum íþrótta og lík- amsræktar höfðu orðið miklar framfarir á undanförnum árum, þannig að bygging sú, sem þá átti eftir að reisa í tengslum við grunn- skólann, fullnægði engan veginn þeim kröfum, sem þá voru komnar til við gjörbreyttar aðstæður. í fyrsta lagi hafði orðið mikil fjölg- un barna og unglinga á skólaaldri vegna stækkunar bæjarfélagsins. Vegna stofnunar Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki var einnig Ijóst, að sá litli íþróttasalur, sem byggður var við barnaskólann árið 1949, myndi engan veginn geta annað lögboðinni iþróttakennslu skól- anna. í öðru lagi var áhugi mikill fyrir innanhússíþróttagreinum, sem erfitt var að stunda hér fyrir að- stöðuleysi. Keppnisíþróttir innan- húss var ekki hægt að iðka í öllum Skagafirði og því mjög brýnt, að úr því yrði bætt, og með tilkomu fjöl- brautaskólans var knýjandi þörf fyrir aukna tómstundaaðstöðu unglinga. Byggingarnefndin var því ein- huga um, að reisa skyldi í bænum fullkomið íþróttahús, sem rúmað gæti flestallar greinar inniiþrótta. Á þessu voru þó þeirannmarkar, að slík bygging yrði mjög dýr og sveitarfélaginu ofviða, nemabygg- ingartími yrði mjög langur. Á hinn bóginn taldi nefndin brýnt að koma íþróttahúsinu í notkun á sem allra stytztum tíma. Stefáni Jónssyni, arkitekt, sem tók að sér að hanna húsið, var þvi falið að teikna það þannig, að unnt væri að reisa það í tveimur áföng- um. Pað var svo hinn 1. október árið 1980, að Guðjón Ingimundarson, íþróttakennari og sundlaugarvörð- ur, tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja íþróttahúsi. Vinna við grunn hússins hófst síðan sumarið 1981, þannig að þessi fyrri áfangi hefur verið fimm ár í smíðum. Lýsing þússins Húsið er byggt sem skóla- og íþróttamannvirki, stærð alls húss- ins verður rúmir 3000 fermetrar. Samkvæmt samningi við mennta- málaráðuneytið 18. maí 1983 er hlutur grunnskóla og fjölbrauta- skóla í stærð hússins 1.256 fm eða 41,8%. Þessi stærðarnorm eru fundin eftir fjölda nemenda í skól- unum. Fyrri áfangi byggingarinnar er um 1500fermetraraðstærð, og erí áðurnefndum samningi gert ráð fyrir greiðsluhlutfalli 45,8% frá ríki og 54,2% frá Sauðárkróksbæ. Lík- legt er, að þetta greiðsluhlutfall breytist nokkuð, þar sem heildar- kostnaður áfangans er um 20% hærri en kostnaðarnorm mennta- málaráðuneytisins gera ráð fyrir. Úr iþróttahúsinu. Myndin var tekin á vigsluhátiðinni 25. janúar sl. Ljósm. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt. 246 SVEITARSTJÓRNARMÁl.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.