Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 36
ATVINNUMÁL Þrír hreppar halda sameiginlega ráóstefnu um atvinnumál Þrír hreppar í austverðri Skaga- fjarðarsýslu, Fellshreppur, Hofs- hreppur og Hofsóshreppur, efndu sameiginlega til ráðstefnu um at- vinnumál ásvæðinu hinn 4. apríl sl. í félagsheimilinu Höfðaborg. Var ráðstefnan haldin að frum- kvæði Hofsóshrepps, og var hin- um tveimur hreppunum boðin að- ild að ráðstefnunni, enda eru þeir eitt og samaatvinnusvæði. Haftvar mið af því, að boðaður hefur verið samdráttur í landbúnaði umfram það, sem þegar er orðið, og þótti því rétt, að svæðið sem heild stæði að slíku ráðstefnuhaldi, að því er Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri Hofsóshrepps, sagði í samtali við Sveitarstjórnarmál. Frummælend- ur á ráðstefnunni voru valdir með hliðsjón af þessum aðstæðum, sagði Ófeigur, en þeir fjölluðu um ýmis úrræði, sem talin eru vænleg í atvinnumálum strjálbýlisins. Frummælendur voru valdir með tilliti til möguleika svæðisins i at- vinnumálum. Álfhildur Ólafsdóttir, ráðunautur hjá Sambandi íslenzkra loðdýra- ræktenda, talaði um möguleika í loðdýrarækt, sölumál og verðþró- un síðustu tíu árin. Árni Snæbjörnsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, talaði um æðarrækt. Hjá honum kom m.a. fram, að mest hefur dúntekja orðið í landinu yfir 4000 kíló, en er núna rúmlega 2000 kíló. Virðast því vera miklir möguleikar á þessu sviði, og stofnkostnaður í greininni er nánast enginn annar en vinna bóndans. Atli Benónýsson, iðnráðgjafi, ræddi um hlutverk iðnráðgjafans og Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra. Einar E. Gíslason, bóndi á Skörðugili, ræddi um stofnkostnað húsnæðis vegna loðdýrabúa og af- komu loðdýrabús síðastliðin ár. Gísli Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, ræddi um móttöku silungs frá bændum í Skagafirði og viðar í frystihúsinu á Hofsósi og um sölumöguleika á silungi á erlend- um markaði. Virðast söluhorfur all- góðar. Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri, ræddi um hlutverk sveitarfélaga í atvinnumálum. Stefán Guðmundsson, alþingis- maður og formaður stjórnar Byggðastofnunar, ræddi um Byggðastofnun, hlutverk hennar og hlutverk sjóða atvinnuveganna. Tumi Tómasson, fiskifræðingur, ræddi um fiskirækt og gat þess m.a., að ræktunarmöguleikar á sil- ungi væru mjög miklir á þessu svæði og nefndi, að á sl. ári hefði Hraðfrystihúsið á Hofsósi tekið á móti um það bil 25 tonnum af sil- ungi, en úr Skagafirði og nærliggj- andi byggðarlögum væri hugsan- legt að ná um 500 tonnum á ári. Milli 50 og 60 manns sátu ráð- stefnuna, þar á meðal flestir hreppsnefndarmennirnir. Ráð- stefnustjóri var Björn Níelsson, oddviti Hofsóshrepps. Menn voru sammála um, að á ráðstefnunni hefðu komið fram mörg mikilvæg atriði varðandi möguleika í þeim greinum, sem um var fjallað. Mest umræða varð um æðardúnsrækt, og var lögð mikil áherzla á, að góð skilyrði væru fyrir æðarrækt víða í austan- verðum Skagafirði, að því er Ófeigu' Gestsson sagði í sam- talinu. Stjórn Listskreytingarsjóðs Stjórn sambandsins hefur til- nefnt Kristján Guðmundsson, bæjarstjóra í Kópavogi sem aðal- mann og Unnar Stefánsson, rit- stjóra, sem varamann hans í stjórn Listskreytingarsjóðs til tveggja ára af hálfu sambandsins. Aðrir í stjórn sjóðsins eru Guð- laugur Gauti Jónsson, arkitekt, sem aðalmaður og Jes Einar Þor- MENNINGARMÁL steinsson sem varamaður hans, tilnefndir af Arkitektafélagi ís- lands; myndlistarmennirnir Val- gerður Bergsdóttir og Sverrir Ólafsson sem aðalmenn og vara- menn þeirra myndlistarmennirnir Svala Sigurleifsdóttir og Kristín Jónsdóttir af hálfu Bandalags ís- lenzkra listamanna og Árni Gunnarsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, sem er formaður stjórnarinnar, og vara- formaður Hákon Torfason, deildarstjóri í ráðuneytinu, báðir skipaðir án tilnefningar. Markmið Listskreytingarsjóðs er að fegra opinberar byggingar með listaverkum, og var gerð grein fyrir starfsháttum sjóðsins í síðasta tölublaði. Umsóknir um framlög úr sjóðnum í ár áttu að hafa borizt menntamálaráðuneyt- inu fyrir 1. september sl. 250 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.