Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 37
KJARAMÁL
Ný stjórn í launanefnd
sveitarfélaganna
Aðalfundur launanefndar
sveitarfélaganna var haldinn í
tengslum við landsþing sam-
bandsins 12. september sl.
Formaður nefndarinnar, Einar I.
Halldórsson, fv. bæjarstjóri í
Hafnarfirði, flutti skýrslu um starf
nefndarinnar frá því hún var
stofnuð í janúar 1982. Hann gerði
grein fyrir þeim samningalotum,
sem verið hafa á tímabilinu og
hvernig launanefndin hefur komið
við sögu í þeim kjarasamningum.
Á ýmsu hefur gengið og brestir
komið í samstarfið. Formaður
sagði það hljóta að vera megin-
verkefni næstu stjórnar launa-
nefndarinnar að fá úr því skorið,
hvort raunverulegur vilji sé hjá
sveitarfélögum í landinu til þess
að hafa samstarf í launamálum.
Síðan verði að meta, hvort og þá
með hvaða hætti þessu samstarfi
verður fram haldið.
Talsverðar umræður urðu á
fundinum um mikilvægi þessa
samstarfs og framtíð launa-
nefndarinnar.
Samþykktar voru lítilsháttar
breytingar á samþykktum launa-
nefndarinnar. Þær breytingar eru
helztar, að stjórn skuli kosin til
tveggja ára í stað fjögurra áður, að
reikningar launanefndarinnar fylgi
reikningum sambandsins og að
endurskoðendur reikninga launa-
nefndarinnar verði þeir sömu og
endurskoði ársreikning sam-
bandsins.
Þá var á fundinum kosin ný
stjórn launanefndarinnar.
Stjórnina skipa Rannveig Guð-
mundsdóttir, forseti bæjarstjórnar
í Kópavogi; Ingimundur Sigur-
pálsson, bæjarstjóri, Akranesi;
Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri
Garðabæ; Ellert Eiríksson,
sveitarstjóri í Gerðahreppi, og
Haraldur L. Haraldsson, bæjar-
stjóri á ísafirði.
í varastjórn eru Guðmundur
Árni Stefánsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, Páll Guðjónsson,
sveitarstjóri í Mosfellshreppi,
Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á
Húsavík, Ásgeir Magnússon,
bæjarstjóri í Neskaupstað, og Karl
Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi.
Jón Gauti Jónsson er formaður
nefndarinnar og Rannveig Guð-
mundsdóttir varaformaður.
" 1 '
Framleiðslunýj ung
HOLUFYLLIR
sem lætur hvarfió hverfa á stundinni
HREINSID FYLLID SLÉTTID
Á stundinni er hægt með einfoldum verkfærum og HOLUFYLLI að gera við
holur í malbikuðum eða steyptum götum, plönum, hafnarbökkum og flugbraut-
um.
Viðgerð getur farið fram í hvaða veðri sem er án teljandi umferðartafa, án klíst-
urs við hjólbarða og endurviðgerðartíðni er mun minni. Framkvæmdasparnaður
áætlaður 33%.
L PÓLAR hf., Einholti 6, Reykjavík, símar 91-18401 og 91-15230.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 251