Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 22
AFMÆLI úr ríkissjóði á vegum ráðuneytis- ins. Jafnréttismálin heyra undir félagsmálaráðuneytið, sbr. lög nr. 65/1985, en dagleg umsýsla þessara mála er hjá skrifstofu Jafnréttisráðs. Á fundi ríkisstjórnarinnar 18. apríl 1978 var ákveðið, að félags- málaráðuneytið skyldi fara með umhverfismál innan Stjórnarráðs íslands. Auk þess, sem hér hefur verið nefnt, fer ráðuneytið með ýmis mál, sem tengjast starfsemi Evrópuráðsins. Frá stofnun félagsmálaráðu- neytisins á árinu 1946 hafa alls fjórtán ráðherrar gegnt störfum félagsmálaráðherra. Peir eru: 1. Finnur Jónsson frá stofnun ráðuneytisins - 1947 2. Stefán Jóhann Stefánsson 1947-1949 3. Ólafur Thors 1949 - 1950 4. Steingrímur Steinþórsson 1950 - 1956 5. Hannibal Valdimarsson 1956 - 1958 og 1971 - 1973 6. Friðjón Skarphéðinsson 1958 - 1959 7. Emil Jónsson 1959 - 1965 og 1970-1971 8. Eggert G. Þorsteinsson 1965 - 1970 9. Björn Jónsson 1973 - 1974 10. Magnús Torfi Ólafsson 1974 H.Gunnar Thoroddsen 1974 - 1978 12. Magnús H. Magnússon 1978 - 1980 13. Svavar Gestsson 1980 - 1983 og 14. Alexander Stefánsson frá 1983 í þessi fjörutíu ár hafa eftirtaldir menn gegnt starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu: Jónas Guðmundsson 1946 - 1953 Hjálmar Vilhjálmsson 1953 - 1973 og Hallgrímur Dalberg frá 1973. Þar sem þetta stutta yfirlit yfir fjörutíu ára feril félagsmálaráðu- neytisins birtist í tímaritinu Sveitar- stjórnarmálum, er kannske ekki úr vegi að geta þess, að það var Jónas Guðmundsson, fyrsti skrif- stof ustjóri (ráðuneytisstjóri) félagsmálaráðuneytisins, sem hóf útgáfu þessa tímarits á árinu 1941. Sveitarstjórnarmál koma enn út og fjalla sem í upphafi um málefni íslenzkra sveitarfélaga og eru gagnmerkt heimildarrit um íslenzk sveitarstjórnarmálefni. Jónas var útgefandi þessa tímarits fram til ársins 1947, að Samband ís- lenzkra sveitarfélaga tók við út- gáfunni. Félagsmálaráðuneytið hefur frá upphafi átt mikil og góð samskipti við þetta tímarit og rit- stjóra þess. Hvað snertir Samband íslenzkra sveitarfélaga, þá er skemmst frá því að segja, að samvinna og sam- starf ráðuneytisins við þau sam- tök, stjórn þeirra og fram- kvæmdarstjóra hafa í umrædd fjörutíu ár verið með þeim ágætum, að ekki verður á betra kosið. Sama gildir um samskipti ráðuneytisins við sveitarstjórnar- menn um land allt. Ég vil að lokum óska félags- málaráðuneytinu og starfsfólki þess til hamingju með þessi merku tímamót og bið því bless- unar í starfi um alla framtíð. SVEITARSTJORNIR Getum útvegaó hina viðurkenndu „Epoke”-sand- salt - og áburðar- dreifara ^iOenclel k UMBOÐS & HEILDVERZLUN Sörlaskjóli 26, 107 Reykjavík. Símar: 91-15464 og 15461 236 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.