Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 39
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Athugun á sameiningu
hreppa Austui
strandarsýslu
Á fundi sýslunefndar Austur-
Barðastrandarsýslu 24. júlí sl. var
samþykkt að skora á félagsmála-
ráðuneytið að kanna alla mögu-
leika á að sameina alla hreppa
Austur-Barðastrandarsýslu í einn
hrepp, áður en til umræðu kemur
að leggja Múlahrepp niður og
sameina hann öðrum hreppum.
„Ef bráð þörf er á að leysa þetta
mál, mælir sýslunefnd með sam-
einingu við Gufudalshrepp" sagði
í ályktun sýslunefndarinnar, sem
gerð var vegna erindis, sem borizt
hafði frá félagsmálaráðneytinu
vegna þess að hreppsnefnd hafði
ekki verið kosin í Múlahreppi í hin-
um almennu sveitarstjórnarkosn-
ingum á sl. vori.
í framhaldi þessarar samþykktar
voru tveir menn kosnir til þess að
vinna að sameiningu hreppa í
sýslunni samkvæmt 10. kafla nýju
sveitarstjórnarlaganna. Þeir voru
Einar Hafliðason, Fremri-Gufudal í
Gufudalshreppi, og Sveinn Guð-
mundsson í Miðhúsum í Reyk-
hólahreppi. Jafnframt var sýslu-
maður, Stefán Skarphéðinsson,
beðinn að boða til fundar með full-
trúum allra hreppa sýslunnar.
í hreppum Austur-Barða
strandarsýslu voru hreppar og
íbúatala þeirra eins og hér segir
hinn 1. desember 1985:
Geiradalshreppur .. 82 íb.
Reykhólahreppur . 220 íb.
Gufudalshreppur ... 44 íb.
Múlahreppur .... ... 13 íb.
Flateyjarhreppur ... 29 íb.
Samtals í sýslunni . 388 íb.
Eina þéttbýlisýslunnareráReyk-
hólum, þar sem búa 96 íbúar.
í sumar hafa síðan verið haldnir
Uppdrátturinn sýnirhreppa Austur-Barðastrandarsýslu, sem nú eriathugun, að
sameinist. Sýndar eru útlínur sýslunnar, hreppamörk og lögbýli með bústofni sam-
kvæmt Jaróabók 1983-1984. Uppdráttinn gerði Lilja Karlsdóttir, Byggðastofnun.
tveir fundir með fulltrúum hrepp-
anna.
Fyrri fundurinn var haldinn í
Bjarkarlundi 27. ágúst. Á hann
komu auk sýslumanns og fulltrúa
hreppanna Jóhann Einvarðsson,
aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra, og Þórhildur Líndal, deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu, Jó-
hann T. Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Vest-
firðinga, og Einar Guðmundsson,
Kvígindisfirði, fulltrúi nýstofnaðs
landeigendafélags I Múlahreppi.
Á fundinum var ákveðið að fjalla
áfram um málið í hreppsnefndun-
um og að boða síðan til framhalds-
fundar með tveimur fulltrúum
hvers hrepps.
Seinni fundurinn var svo hald-
inn á Reykhólum 18. september.
Þar voru saman komnir tveir full-
trúar frá hverjum hreppanna svo
og Jóhann T. Bjarnason og Stefán
Skarphéðinsson, sýslumaður;
sem stjórnaði fundinum. Fulltrúar
hreppanna tjáðu sig um hugsan-
lega sameiningu hreppanna, og
var umsögn þeirra yfirleitt jákvæð.
í lok fundarins var samþykkt
samhljóða:
1) að allir hreppar sýslunnar
sameinist í eitt hreppsfélag.
2) að stefnt verði að þvl, að
sameiningin öðlist gildi um
næstu áramót.
3) að hreppsnefndarkosningar
SVEITARSTJÓRNARMÁL 253