Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 25
AFMÆLI 5. Hann skal hafa sýnti starfi hæfni og getu til þess aö reka sjálfstæöa ráðgjafarstarf- semi. 6. Hann skal hafa ráögjöf sem aðalstarf. 7. Hann má ekki hafa hagsmuna að gæta af framleiðslu-, verk- taka- eða verzlunarfyrirtæki eða annarri starfsemi, sem hefur áhrif á starf hans sem óháðs ráðgjafa. Stjórnin getur veit undanþágu frá 2. og 3. lið þessarar greinar, þegar sérstök ástæða þykir til. í sambandi vió sveitar- félögin Á þeim tíma, sem Félag ráð- gjafarverkfræðinga hefur starfað, hafa sveitarfélög um land allt sótt verkfræðiþjónustu til hinna ýmsu verkfræðistofa innan vébanda þess. Það eru ófá verkefni, sem þar hafa verið unnin, en til dæmis má nefna vatnsveitur, hitaveitur, skólplagnir, gatnagerð, skólahús- næði, íþróttamannvirki, stjórn- sýsluhúsnæði og félagsheimili. Uppbygging atvinnurekstrar hefur líka í mörgum tilfellum verið unnin af verkfræðistofum. Að auki kaupa sveitarfélögin mælingarþjónustu í ríkum mæli af verkfræðistofum. Hugvitió er útflutnings- vara Félag ráðgjafarverkfræðinga varð aðili að FIDIC, Alþjóðlegum samtökum ráðgjafarverkfræðinga, árið 1964. Þá hófst einnig náin samvinna við Norðurlandafélögin, og hittast stjórnir þeirra árlega til skiptis á Norðurlöndum. Það hefur ekki verið ýkja mikið um það á liðnum árum, að íslenzkir ráðgjafarverkfræðingar hafi tekið að sér verkefni erlendis. Enda má segja, að næg verkefni hafi verið hér heima fyrir. Hins vegar búa ís- lendingar yfir sérþekkingu á ýms- um sviðum, sem gæti reynzt hin bezta útflutningsvara. Hér nægir að nefna ráðgjöf í nýtingu jarðhita og á sviði fiskvinnslu. Nú horfa menn ef til vill í auknum mæli til erlendra verkefna, þvi inn- lendum verkefnum hefur farið fækkandi. Á erlendum markaði hefur það að sjálfsögðu mikla þýð- ingu að vera aðili að FIDIC, ekki sízt þegar um er að ræða verkefni á vegum alþjóðastofnana. Fyrst og síöast Fyrsta og síðasta boðorð ráð- gjafarverkfræðingsins er að gæta hagsmuna viðskiptavinar síns í því verki, sem hann tekur að sér. Úr- lausnir hans skulu vera í samræmi vi.ð lög, reglugerðir, viðurkennda tæknilega staðla og almenna verk- fræðiþekkingu eins og hún gerist bezt á hverjum tíma. Ráðgjafar- verkfræðingnum ber að taka tillit til almennra umhverfissjónarmiða, og hann skal ávallt gæta þag- mælsku um hagi viðskiptavinar síns. Þegar um er að ræða hönnun húss eða mannvirkis, skiptir nota- gildi þess og útlit sköpum. Sé skipulagi áfátt eða kastað höndum til undirbúningsvinnu, er líklegt, að slíkt hefni sín síðar með fjárútlátum eða öðru óhagræði. Þess vegna er mikilvægt að velja ráðgjafarverk- fræðing með reynslu, hæfni og þekkingu á því verki, sem vinna skal. Það er einnig æskilegt, að við- komandi búi yfir vitneskju urn stað- hætti, atvinnulíf og markaðsað- stæður, þar sem verkið á að vinna. Það getur reynzt dýrt að spara kostnað við verkfræðiráðgjöfina, enda er hún aðeins lítið brot af heildarkostnaði verksins i flestum tilfellum. Lágþrýstiskiljur í uppsetningu i varmaorkuverinu i Svartsengi. Ljósm. Mats Wibe Lund. SVEITARSTJÓRNARMÁL 239

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.